fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 13. júlí 2024 12:00

Erfitt er fyrir vegfarendur að ganga um Norðurmýrina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílar leggja svo langt inn á gangstéttum í Norðurmýrinni að dæmi eru um að gangandi vegfarendur geti ekki lengur gengið eftir þeim. Bílastæðavandinn er mikill í Norðurmýri og Reykjavíkurborg hyggst banna fólki að leggja víða á vegköntum.

Kona sem býr í hverfinu birti færslu og myndir á samfélagsmiðlum sem sýna hversu langt upp á gangstéttina bílar í Norðurmýri eru lagðir. Tóku fleiri undir að þetta væri vandamál og birtu einnig myndir.

„Nú hafa bílastæða málin verið heit og sitt sýnist hverjum og ég skil það alveg að það þarf að leggja örlítið upp á gangstétt en þetta er ekki í lagi. Í tvígang í vikunni hef ég gengið Skeggjagötu og ég er smá vaxin kona og rétt slepp þarna fram hjá!“ segir konan í færslunni.

Annar íbúi birtir mynd úr Auðarstræti. „Ómögulegt að rölta um fallega hverfið okkar. Gerum betur!“ segir hann.

Umdeildar breytingar

Eins og DV greindi frá í upphafi mánaðar hyggst meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur gera breytingar í Norðurmýrinni. Það er tillögu í Umhverfis og skipulagsráði um að bannað verði að leggja á tilteknum vegköntum í níu götum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu málið í íbúakynningu og sögðu langa hefð fyrir því að íbúar í Norðurmýri legðu bifreiðum sínum beggja megin á köntunum. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði fyrirhugað bann þrengja mjög að bílum og skapa vandræði fyrir bíleigendur í Norðurmýri. Málið þyrfti að fara í íbúakosningu.

Sjá einnig:

Þrengt að bifreiðaeigendum í Norðurmýri og meirihlutinn sakaður um sýndarsamráð – „Mun að líkindum vekja upp sterk viðbrögð íbúa“

Meirihlutinn sendi málið í staðinn til umsagnar íbúaráðs og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Telur meirihlutinn þessa hefð skapa hættu, það er að hvorki slökkvilið né sjúkraflutningamenn geti örugglega athafnað sig á gangstéttunum. Þá skapi þetta einnig erfiðleika fyrir hreyfihamlaða.

Verða að vanda sig

Málið er hins vegar ekki svart og hvítt því að bílastæðavöntun er í hverfinu og götur þröngar. Konan sem setti inn færsluna segist ekki hlynnt fyrirhuguðum breytingum meirihlutans um að banna fólki að leggja við vegkanta. Það skapi aðeins ný vandamál því að einhvers staðar verði fólk að leggja bílunum sínum. Þó sé ljóst að nágrannar hennar verði að vanda sig betur við hvernig þeir leggja. Þetta sé ekki að hjálpa.

Í athugasemdum nefna sumir að þetta sé einmitt ástæðan fyrir því að þeir séu hlynntir fyrirhuguðum breytingum borgarinnar.

„Að labba Skarphéðinsgötu gangstéttina á veturna er ómögulegt svo ég verð mjög feginn þegar þessi breyting gengur í gegn,“ segir einn íbúi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“