fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Viðar Geir Skjóldal látinn – Varð bráðkvaddur á Spáni aðeins 39 ára að aldri

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 12. júlí 2024 10:30

Viðar Geir Skjóldal var um tíma einn vinsælasti snappari landsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Geir Skjóldal er látinn, aðeins 39 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Torrevieja á Spáni síðastliðinn sunnudag.

Viðar Geir sló í gegn á samfélagsmiðlinum Snapchat á árunum 2017-2018 undir notendanafninu Enski boltinn og var hann í kjölfarið þekktur undir viðurnefninu Enski. Eins og nafnið gefur til kynna fjallaði Viðar fyrst um sinn aðallega um enska boltann en hann var einn helsti stuðningsmaður fótboltafélagsins Liverpool FC á Íslandi.

Viðar Geir varð fljótlega orðinn einn vinsælasti snappari landsins en með tímanum urðu snöppin hans persónulegri og fengu fylgjendur hans innsýn inn í einkalíf Viðars þar sem skiptust á skin og skúrir.

Í viðtali við DV árið 2017, á árdögum Snapchat-ferilsins, ræddi Viðar Geir meðal annars um sáran systurmissi, bílslys sem hafði mikil áhrif á líf hans og glímuna við Bakkus sem, eins og hjá svo mörgum, setti mark sitt á líf hans. 

Viðar Geir Skjóldal, gjarnan nefndur Enski, var einn harðasti Liverpool-aðdáandi landsins

Viðar Geir lætur eftir sig eiginkonu, Helgu Kristínu, en saman voru þau foreldrar fjögurra barna. Parið gifti sig árið 2020 og flutti í kjölfarið til Spánar og hafa haldið heimili þar síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“