fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Sköllóttur maður í heilgalla kláraði tollinn og greip bílinn ófrjálsri hendi meðan eigandinn sturtaði sig

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 12. júlí 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

37 ára gamall karlmaður var með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdur til að greiða 240.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, en sæta ella fangelsi í 18 daga. Hann var einnig sviptur ökurétti í tvö og hálft ár frá birtingu dómsins að telja. Maðurinn þarf auk þess að greiða málsvarnarlaun verjanda síns upp á 600.000 krónur og annan sakarkostnað, 85.432 krónur.

Maðurinn sem neitaði sök var ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, „föstudaginn 10. mars 2023, ekið bifreiðinni […] undir áhrifum áfengis (í blóðsýni mældist vínandamagn 1,84 ‰) um Hamrahlíð við Hlíðaskóla í Reykjavík, þar sem akstrinum lauk með umferðaróhappi, en ekki sinnt skyldum sínum við umferðaróhappið heldur gengið á brott af vettvangi, en lögregla handtók hann skömmu síðar að […] í Reykjavík.

Þó atburðarásin sé ekki löng þá er ansi skrautleg lýsing á henni í dómnum. Lögreglu barst tilkynning um árekstur í Hamrahlíð við Hlíðaskóla, þar hafði verið ekið á kyrrstæða bifreið og ökumaður, sem væri illa áttaður, að reyna að komast af vettvangi. Ökumaðurinn hafði ekið bifreið á eftirvagn sem stóð í bifreiðastæði við akbrautina. „Mátti sjá ákomu á eftirvagninum auk þess sem framhöggvari bifreiðarinnar hafði losnað af henni.“ Við eftirvagninn stóðu tveir menn, vitnin A og B, sem kváðust hafa verið vitni að atvikinu. Kváðu þeir umræddri bifreið hafa verið ekið á eftirvagninn og hefði hún síðan staðið þar föst. Hefði ökumanni tekist að losa bifreiðina og bakka henni frá kerrunni. Hefði ökumaður verið dökkur á hörund, sköllóttur og íklæddur heilgalla. Hefði hann gengið á brott stuttu áður en lögreglan kom á vettvang og sagst ætla að sækja eiganda bifreiðarinnar. 

Mætti skólaus og í jakka á slysstað

Á slysstaðinn kom síðan kona, skólaus og á jakka einum fata, sem sagðist vera eigandi bifreiðarinnar. Var hún með blautt hár og í miklu uppnámi. Bölvaði hún ökumanninum mikið og sagðist ekki skilja af hverju hann hefði tekið bifreiðina svona ölvaður. Aðspurð sagði hún  ákærða hafa tekið bifreið sína í leyfisleysi á meðan hún hefði verið í sturtu og sagði hún þau  ekki vera í sambandi. Hún sagði manninn hafa stolist í áfengi hennar og setið að drykkju þegar hún hefði komið að honum um morguninn. Hann hefði svo bankað hjá henni þegar hún hefði verið í sturtu og spurt hana hvað bifreið hennar kostaði mikið þar sem hann hefði lent í óhappi og ætlaði að borga henni fyrir viðgerð. Hún hefði þá hlaupið á vettvang. 

Þessu næst ók lögreglan að heimili konunnar þar sem hún var í búsett í kjallara. Þar sat maðurinn inn í eldhúsi, við tölvu með tónlist í gangi og með bjór af gerðinni Bóndi við höndina. Hann var klæddur í gráleitan heilgalla. Var hann handtekinn og kynnt réttarstaða sín. Sagðist hann ekki hafa ekið bifreiðinni og hafa einungis fengið sér áfengi eftir aksturinn. Þá ítrekaði hann að hann hefði ekki verið að keyra en kvaðst stuttu seinna einungis hafa ætlað að sækja vinkonu sína. Neitaði hann að öðru leyti að tjá sig. 

Maðurinn var látinn blása í áfengismæli sem sýndi 1,62‰. Tekin voru úr honum tvö blóðsýni með klukkustundarmillibili, niðurstaða alkóhólákvörðunar var 1,84‰ varðandi fyrra sýnið en 1,57‰ varðandi hið síðara.

Sagði manninn hafa drukkið tollinn

Í skýrslu sinni fyrir dómi sagðist konan, eigandi bílsins, hafa komið heim frá útlöndum kvöldið fyrir áreksturinn. Maðurinn sem hafði fengið að búa hjá henni meðan hann var að leita sér að húsnæði bað hana að kaupa bjór handa sér í fríhöfninni sem hún gerði og hefði hann byrjað að drekka hann strax um kvöldið. Konan sagðist hafa farið að sofa um miðnætti. Maðurinn hefði tekið bifreið hennar traustataki þá um nóttina og verið í burtu alla nóttina og vaknaði hún þegar hann kom heim um klukkan 10 um morguninn. Varð hún reið yfir að hann tók bifreiðina og fór aftur upp í rúm, um einni og hálfri klukkustund síðar segir hún manninn hafa verið búinn að drekka um helming innihalds tveggja flaskna af sterku áfengi sem hún hefði keypt og komið með heim kvöldið áður. Hún hefði þá sagt honum að fara að sofa en sjálf farið í sturtu. Meðan hún hefði verið í sturtunni hefði maðurinn komið hlaupandi til hennar í panikki og spurt hana hvað bílinn hennar kostaði og sagt að hann hefði lent í árekstri á honum. Henni hefði brugðið við þessi tíðindi og snarað sér í kápu og hlaupið á vettvang. Hún hefði reynt að fá ákærða með sér en hann hefði ekki viljað það.

Vitnin tvö sem voru við vinnu sína í götunni staðfestu að maðurinn hefði ekið á umrædda kerru, eða eins og annað vitnið sagði „á ágætis ferð.“

Maðurinn sem hafði ekki áður sætt refsingu var því eins og áður sagði sviptur ökuréttindum í tvö og hálft ár og þarf að greiða sekt í ríkissjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt