fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. júlí 2024 15:30

Guðmundur Ingi Kristinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarið hyggst fyrirtækið Carbfix, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, um að dæla koltvísýringi, sem fluttur hefur verið frá Evrópu, í jörð í Straumsvík. Áformunum hefur verið mótmælt meðal annars á þeim grundvelli að íbúabyggð sé í næsta nágrenni og að dælingin verði í námunda við grunnvatn og blanda þurfi koltvísýringnum saman við ferskvatn. Fyrirtækið segir hins vegar að til standi að nota vatn sem sé ekki nýtt til drykkjar. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa áformin er Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins en hann segir, í grein á Vísi, þau beinlínis heimskuleg og verið sé að hafa almenning í landinu að fíflum.

Guðmundur segir að þetta muni hafa í för með sér að vatn á svæðinu verði mengað með alls kyns eiturefnum, sem fylgi koltvísýringi. Sjá megi þetta í umhverfismatsskýrslu verkefnisins og þar í töflu 5.3 megi sjá möguleg snefilefni og hámarksstyrk þeirra í straumi koltvísýrings.

Skýrsluna er hægt að nálgast hér.

Edda Sif Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix hefur andmælt ýmsum gagnrýnisatriðum sem beinst hafa að áformum fyrirtækisins og bent meðal annars á að koltvísýringur er ekki eitruð gastegund.

Guðmundur Ingi segir að áformin séu afar heimskuleg:

„Ég hef sagt það áður á Alþingi að það er hægt að vera heimskur og það er hægt að vera heimskari í umhverfismálum, en eru það ekki pottþétt gullverðlaun í að vera heimskastur að ætla að láta sér detta það í hug að leyfa svona mengun á fersku vatni og það í þeim eina tilgangi að menga landið, vatnið og sjóinn við Straumsvík?“

Niðurdæling og jarðskjálftar

Guðmundur Ingi vísar í að áður hafi verið dælt koltvísýringi í jörðu á Hellisheiði sem hafi orsakað jarðskjálfta og þar sem til standi að dæla mun meira magni í jörðu í Straumsvík og þá miklu nær íbúabyggð séu áformin þeim mun furðulegri:

„Hvernig í ósköpunum getum við látið okkur detta þetta í hug í fyrsta lagi og þá í öðru lagi að íhuga eina sekúndu að leyfa þessa vitleysu?“

Sú mengun á vatni sem niðurdælingin hafi í för með sér feli í sér ótrúlega sóun.

Guðmundur Ingi segir einnig ótrúlegt að til standi að bora í jörðu þar sem á þessu svæði sé til staðar sprungusvæði, í ljósi þess að  niðurdælingin valdi jarðskjálftum.

Hafi Guðmundur Ingi kynnt sér andmæli Eddu Sifjar er ljóst að þau hafa ekki dugað til að sannfæra hann um að áætlanir Carbfix um að dæla koltvísýringi í jörðu í Straumsvík séu góðra gjalda verðar:

„Það er verið að reyna að plata almenning um að þetta sé svo umhverfisvænt, en kostnaðurinn við þetta er gífurlegur og almenningur verður látinn borga hann eins og alltaf og börnin okkar erfa síðan óafturkræfa mengun á landi og sjó við Straumsvík um aldur og ævi. Það er því miður verið að reyna að gera fólk að fíflum með þessari arfavitlausu framkvæmd og hún er nú á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og þeirra flokka sem þar stjórna.“

Grein Guðmundar er hægt að nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar