fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Stóra Havarti-osta málið: Bónus svarar af hverju vinsæll ostur hefur hækkað um 70% á örfáum dögum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytandi vakti athygli á því í gær að Havarti ostur hefur hækkað um 67% í Bónus. „Hér er mjög athyglisverð verðhækkun!  Ég er búin að vera að kaupa Havarti í Bónus á 598 svo hækkuðu þeir hann í 759 og núna er hann kominn í 998 krónur!  67% hækkun!“ 

Málið er rætt í Facebook-hópnum: Vertu á verði – eftirlit með verðlagi, og í athugasemdum er rætt að hækkunin á sér stað á mjög stuttum tíma eða frá því í júní. 

Mynd: Skjáskot Facebook

Á vefsíðunni Neytandinn.is má sjá verðathuganir á ostinum á árinu 2024. Neytandinn er ókeypis app sem hjálpar þér að halda utan um innkaup þín, samhliða því að galopna upplýsingar um verðlag og vöruframboð. Sæktu appið, byrjaðu að skrá strimlana þína og þú færð yfirlit yfir þína eigin neyslu, eins og segir á síðunni.

Mynd: Skjáskot Neytandinn.is

Stóra Havarti-ostamálið var rætt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og var Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss til svars.

„Okkur langaði að fá að kommenta inn á Vertu á verði, en okkur er ekki hleypt inn til að svara,“ segir Björgvin sem sagði að Bónus hefði viljað geta verið í Facebook-hópnum til að svara fyrir málið en aðeins einstaklingar fengju að vera í hópnum. 

„Bónus er örugglega með ódýrustu körfuna, við mælum okkur á hverjum degi og skönnum allar búðir á hverjum degi.“

Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri Bónus

Hvað varðar hækkunina á Havart á örfáum dögum segir Björgvin: „Þetta kom bara yfir á einni nóttu. Við erum að missa fríkvótann sem við erum með og við það fáum við þúsundkall á hvert kíló upp og það dekkar þetta. Við ákváðum sjálf að taka kostnaðinn á okkur, við fórum ekki með ostinn yfir þúsundkallinn, við erum núna að fá minna fyrir hann en við gerðum bara fyrir tveimur dögum.“

Sindri Már segir aðrar verslanir ekki hafa hækkað verðið á ostinum og segir Björgvin að það gæti skýrst af því að aðrar verslanir hafi fengið meiri fríkvóta.

„Þetta virkar þannig að ríkið býður út kvóta hvað þú mátt kaupa mikið af erlendum landbúnaðarvörum, ostum… Við fengum 10 tonn af því sem kallast EX-kvóti sem tengist þessu, og þegar hann rennur út þá sleppum við fríkvótanum og endar með að verðið hækkar. Og eftirspurnin af Havarti osti hefur rokið upp hjá okkur, hann er ódýr og góður. Gríðarlega vinsæll.“

Sindri Már spyr hvort það sé ekki enn þá stefnan hjá Bónus að vera ódýrastir. „Ég get sagt með mikilli gleði að það er enn þá stefnan. Við erum með rúmlega 4000 vörur sem vi skönnun og fylgjumst með og Bónus er með 96% af þeim vörum ódýrastar. Stundum bara getum við ekki gert betur.“

Aðspurður um vörur sem hafa hækkað líkt og Havarti-osturinn segir Björgvin að allur innfluttur ostur sé að hækka vegna tollana. „Það er staðreynd. Við ræðum hvort við eigu að vera með þetta í sölu yfirhöfuð. Við viljum passa upp á neytandann. Í þessu tilfelli er þetta ostur sem er orðinn mjög vinsæll, hann var mjög ódýr og varð mjög vinsæll fyrir vikið. Við stefnum á að ná næsta kvóta, en það kemur í ljós hvernig þau útboð fara, við stýrum því ekki og við fengum bara tíu tonn og það er ekkert rosalega mikið.“

Björgvin segir Samkeppniseftirlitið ekki leyfa Bónus að taka á sig skellinn og lækka ostinn niður í sex hundruð krónur aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti