fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Engin ný gögn í 407 daga en Þórður áfram sakborningur – „Ég bíð þá bara áfram“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 19:00

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar og Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, greinir á samfélagsmiðlum frá bréfi Ríkissaksóknara varðandi rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra gegn honum og nokkrum öðrum blaðamönnum. Þórður hefur verið sakborningur í 877 daga en lögreglunni ekki borist nein ný gögn í 407 daga.

„Ég bíð þá bara áfram,“ segir Þórður í færslunni sem hann birti með bréfinu.

Lögreglan svarar ekki

Rannsóknin lýtur að því hvort að Þórður og félagar hafi brotið 228. og 229. greinar hegningarlaga sem fjalla um friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um hina svokölluðu „Skæruliðadeild Samherja.“ Ákvæði sem beitt er til að gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert.

Þórður segir að í yfirheyrslu sinni, fyrir tæpum tveimur árum síðan, hafi hann ekkert verið spurður út í stafrænt kynferðisofbeldi. Hins vegar hafi hann verið ítrekað spurður um heimildarmenn sína og hvaðan hann hefði fengið gögn, sem blaðamenn mega ekki gefa upp.

„Bæði ég sjálfur og lögmaður minn höfum þráspurt umrætt lögregluembætti um langt skeið hvaða háttsemi ég á að hafa sýnt af mér til að fá réttarstöðu sakbornings í málinu. Hvorki stjórnendur þess né rannsakendur hafa viljað svara því. Þau hafa raunar heldur ekki viljað svara því hver stýrir rannsókn málsins og leng vel vildu þau ekki svara því hvað hafi gerst í því síðastliðið rúma árið,“ segir Þórður.

Leitaði til Ríkissaksóknara

Aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjóra sagði í fréttum RÚV fyrir tveimur vikum að hann vonaðist til að rannsókninni færi að ljúka. Tafirnar skýrðust af bið eftir gögnum sem væri þó ekki víst að myndu nokkurn tímann berast. Það er tölvupósthólf fyrrverandi eiginkonu skipstjórans Páls Steingrímssonar, vikurnar áður en fréttir um skæruliðadeildina voru skrifaðar.

Eftir þennan fréttatíma sendi Þórður inn fyrirspurn til Ríkissaksóknara um málið og fékk hann svar í gær. Í svarinu segir að embættið hafi innt Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra um svör um framgang rannsóknarinnar. Svaraði lögreglustjóri því að verjandi Þórðar hefði fengið öll gögn og að engin gögn hefðu borist eftir 30. maí árið 2023.

„Þá upplýsti lögreglustjóri ríkissaksóknara um að ítrekun vegna réttarbeiðna hafi verið send 27. maí sl og þar áður 13. febrúar sl. Ríkissaksóknari telur ekki efni til frekari aðgerða af sinni hálfu að svo stöddu en óskaði eftir því við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að hraða rannsókn eins og hægt er,“ segir í svarinu.

Örvæntingarfull lokatilraun

Þórður segir að þessi gögn tengist sér ekki neitt. Upphaflega hafi verið beðið um þau í byrjun síðasta árs, næstum ári eftir að blaðamennirnir fengu stöðu sakbornings.

„Það eina sem verið er að gera í rannsókninni er að senda, á nokkurra mánaða fresti, ítrekun á réttarbeiðni þar sem óskað er eftir þessum blessuðu Google gögnum, sem lögreglan er að vona að skeri þau úr snörunni sem þau hafa nýtt um eigin háls með þessari fáránlegu rannsókn,“ segir Þórður.

Segir hann um örvæntingarfulla lokatilraun að ræða hjá lögreglunni „þar sem lögreglan vonast til þess að finna einhver samskipti sem sýni að blaðamenn hafi víst pantað byrlun (sem átti sér ekki stað), eitrun (sem átti sér ekki stað), símastuld (sem fyrrverandi eiginkona í miðjum skilnaði hefur gengist við og sagt hafa skilað nokkrum dögum síðar) og ævintýralega afritun (sem átti sér ekki stað) hjá andlega veikri konu (samkvæmt endurteknum fullyrðingum lögreglunnar og Páls Steingrímssonar).“ Þetta geri hins vegar ekkert fyrir málatilbúnað lögreglunnar á Norðurlandi annað en að auka á auðmýkingu hennar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti