fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Fréttir

Verð á kjötsúpu í Perlunni og samloku í Leifsstöð hneykslar – „Ferðaþjónustan grefur sína eigin gröf, þarf enga hjálp“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 1. júlí 2024 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verð á kjötsúpu á veitingastað í Perlunni hefur vakið mikla athygli. Meðlimur hópsins Vertu á verði – eftirlit með verðlagi birti mynd af matseðli staðarins þar sem mátti sjá að skál af kjötsúpu kostar 4.500 krónur.

„Dýrasta kjötsúpa sem ég hef séð,“ skrifaði hann með færslunni í gær.

Færslan vakti gríðarlega athygli og virtust margir vera sammála um að ferðaþjónustan væri á undanhaldi.

„Ferðaþjónustan grefur sína eigin gröf, þurfa enga hjálp,“ segir einn og eru tæplega 50 manns sammála þeirri yfirlýsingu þegar fréttin er skrifuð.

Mynd/Facebook

Sumir meðlimur voru fyrir vonbrigðum með að matseðillinn væri ekki á íslensku.

„Þessi staður sér ekki sóma sinn í að hafa matseðil á íslensku,“ sagði einn.

„Þetta er hrein geðveiki“

Ferðaþjónustan kom aftur til tals í hópnum í dag. Þar birti meðlimur mynd af samloku á veitingastað í Leifsstöð.

„Þar sem ferðaþjónustan grætur yfir fækkun ferðamanna, þá má nú ekki gleyma að allir fara aftur heim og ræða alltaf eitt frá sínum ferðalögum hérna. Hvað allt er dýrt á Íslandi. Íslenska græðgin hefur líka gert okkur heimalingum erfitt fyrir með verðlag.

Þessi litla samloka á Keflavíkurvelli. Á stað sem heitir Bakað. Takið eftir að þetta verð er í duty free pakkanum.

Niðri kostar hún kr. 2499.

Þetta er hrein geðveiki.“

Mynd/Facebook

Aðrir meðlimir hópsins tóku í sama streng og í færslunni um kjötsúpuna.

„Ferðaþjónustan sér um að jarða sig sjálf,“ sagði einn.

„Þetta er komið út í hreina sturlun þetta verðlag hér á landi,“ sagði annar.

Kostar að fara í Perluna

Í mars var greint frá því að allir gestir Perlunnar þurfi nú að kaupa aðgangs­miða að bygg­ing­unni. Á það við um alla sem ætla inn í bygginguna hvort sem þeir ætla sér aðeins á kaffi­húsið, veit­ingastaðinn eða út­sýn­ispall­inn.

Aðgangs­miði fyr­ir full­orðna kostar 5.390 krónur og fyr­ir 6-17 ára kost­ar miðinn 3.390 krónur, frítt er fyrir yngri en sex ára, en væntanlega þá í fylgd með fullorðnum. Innifalið í verðinu er aðgangur að byggingunni, útsýnispallinum, norðurljósasýningunni Áróra og sýningum Wonders of Iceland. Það kostar því 9.890 krónur fyrir ferðamenn að fara í Perluna og fá eina skál af kjötsúpu. Íslendingar geta sótt um sérstakt vildarvinakort sem er frítt og veitir frían aðgang að byggingunni.

Þetta olli talsverðu fjaðrafoki á sínum tíma. Fólk velti fyrir sér hvort megi mismuna svona milli heimamanna og ferðamanna: „Eitthvað skrýtið við þetta, ef útlendingur ætlar bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða á útsýnispallinn þá þarf hann að borga en ef íslendingur ætlar að gera það sama þá getur hann sótt um ókeypis vildarvinakort og þarf ekki að borga sig inn. Svo fær Íslendingurinn líka þá afslátt af þjónustu og veitingum í Perlunni. Kallast þetta ekki mismunun eða bara vilji til að græða á útlendingum?“

Sjá einnig: Rukkun aðgangs í Perluna hneykslar marga – „Má þetta bara?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk kona og fjórir erlendir karlmenn ákærð í stóru fíkniefnamáli – Yngsti sakborningurinn aðeins 16 ára

Íslensk kona og fjórir erlendir karlmenn ákærð í stóru fíkniefnamáli – Yngsti sakborningurinn aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar
Fréttir
Í gær

Guðmundur Elís dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun í Vestmannaeyjum

Guðmundur Elís dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun í Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Brá í brún þegar hann sá verðið – „Ég er yfir mig hneykslaður“

Brá í brún þegar hann sá verðið – „Ég er yfir mig hneykslaður“
Fréttir
Í gær

Brynjar botnar ekkert í því hvers vegna það sé stórmál að rukka eldri borgara í sund – „Hvar annars staðar en á Íslandi?“ 

Brynjar botnar ekkert í því hvers vegna það sé stórmál að rukka eldri borgara í sund – „Hvar annars staðar en á Íslandi?“