fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Fréttir

Þjófagengi grunað um að stela 20 milljónum á ári frá skátunum – „Erlendir menn eru hreinlega sendir hingað í þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. júlí 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum frá Grænum skátum, Endurvinnslunni og lögreglunn í Kópavogi, er hópur manna grunaður um að hafa á undanförnum misserum stolið skipulega úr dósasöfnunargámum skátanna sem staðsettir eru á grenndarstöðvum.

Einn tiltekinn maður er talinn vera höfuðpaur í málinu. Framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar segist vera með nafn á tilteknum manni sem stýri þjófnaðinum og lögreglan í Kópavogi gefur upp að hún sé með ákveðinn aðila grunaðan.

„Þetta virðist vera rúmenskt gengi sem er að standa í þessu,“ segir Jón Ingvar Bragason, framkvæmdastjóri Grænna skáta, sem starfrækja dósagámana. „Við höfum fengið sendar myndir af þessu og svo eru skynjarar í gámunum og því sjáum við þegar verið er að tæma á óvenjulegan tíma, sem er oftast um tíuleytið á kvöldin, þá gefur skynjarinn okkur merki um að það sé allt í einu að minnka í gámnum, verið að tæma á þeim tíma sem við tæmum ekki.“

Þjófnaðurinn hefur átt sér stað í mörgum hverfum: „Þeir virðast hreyfa sig á milli hverfa, taka jafnvel ákveðin hverfi fyrir í ákveðinn tíma og síðan fara þeir í næsta hverfi,“ segir Jón.

Dósagámarnir umræddu eru alfarið í rekstri skátahreyfingarinnar í gegnum fyrirtækið Grænir skátar, sem reka gámana með leyfi frá Endurvinnslunni og viðkomandi bæjarfélögum.

„Við erum með nafn á manni“

Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, segir að Endurvinnslan reyni að aðstoða skátana í þessu máli með því að hafa samband við lögreglu þegar aðilar koma með grunsamlega mikið magn af skilagjaldsumbúðum. Skátarnir geti síðan fengið upplýsingarnar frá lögreglunni.

„Við höfum rætt þetta við lögreglu og fleiri aðila til að reyna að loka fyrir þetta, en það virðist ganga afskaplega hægt. Við höfum meira að segja rætt við þingmenn en þetta virðist bara ekki ganga,“ segir Helgi, en málið hefur verið lengi á borði lögreglu.

Helgi segist vita hver stendur að baki þjófnaðinum. „Eins og þetta er í dag þá vitum við alveg að þetta er einn stór aðili sem er með mjög mikið af þessu. Við erum með nafn á þessu manni en við vitum ekki hvað það eru margir með honum. En það virðist lítið gerast í málinu hvað varðar rannsókn lögreglu.“

Heimir Ríkharðsson, fulltrúi á lögreglustöðinni í Kópavogi, staðfestir að málið sé í rannsókn þar. Í svari við skriflegri fyrirspurn frá DV segir hann: „Ég get staðfest að mál af þessu tagi er til rannsóknar hjá okkur en ekkert frekar um rannsóknina að segja annað en við erum með aðila grunaðan.“

Aðspurður telur Helgi að dósaþjófnaðurinn nemi um 1,5 milljónum króna á mánuði eða um 20 milljónum á ári. Honum fellur sérstaklega þungt að skátarnir séu svo illa rændir vegna þess mikilvæga starfs sem þeir vinna:

„Þetta þýðir að það er minna að gera hjá skátunum og skátarnir eru með í vinnu aðila af vernduðum vinnustöðum og eru mjög flottir og duglegir í því. Þetta þýðir væntanlega að það er minna fyrir slíka aðila að gera. Síðan er verið með þessu að stela úr skátastarfi því að þetta eru peningar sem fara þá ekki í það, starfið hjá þeim er mjög flott og þeir eiga ekkert nema hrós skilið fyrir sitt frábæra skátastarf.“

Myndefni og ásökunum dreift á netinu

Fjallað hefur verið um málið á samfélagsmiðlum, meðal annars í Facebookhópnum Hjóladót. Þar er birt mynd af bíl sem notaður er í þjófnaðarleiðangrana.

„Þessir spaðar stunda það grimmt að stela úr dósasöfnunargámum. Virðast vera í fullri vinnu við það. Erlendir menn sem eru hreinlega sendir hingað í þetta. Allavega, þarna eru þeir og þetta er bíllinn þeirra,“ segir í færslu með myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán lætur Gunnar Smára heyra það og kallar hann „einkaþotuafætu“

Stefán lætur Gunnar Smára heyra það og kallar hann „einkaþotuafætu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki öll nótt úti enn fyrir Zúista-bræður – Voru sakaðir um að hagnýta sér ranga hugmynd íslenskra stjórnvalda

Ekki öll nótt úti enn fyrir Zúista-bræður – Voru sakaðir um að hagnýta sér ranga hugmynd íslenskra stjórnvalda