fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Steinunn Ólína leitaði ásjár hjá öllum þingmönnum og ráðherrum – Aðeins einn svaraði

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2024 14:30

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og fyrrum forsetaframbjóðandi hefur greint frá því á Facebook-síðu sinni að hún hafi leitað ásjár hjá öllum alþingismönnum og ráðherrum en aðeins einn þeirra hafi svarað bón hennar. Sendi Steinunn Ólína þingmönnunum og ráðherrunum tölvupóst þar sem hún bað þá að beita sér fyrir því að hinn ellefu ára gamli Yazan Tamimi, sem er frá Palestínu og er haldinn vöðarýrnunarsjúkdómnum Duchenne, fái að vera áfram á Íslandi en Útlendingastofnun hefur tekið ákvörðun um að vísa honum úr landi og Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá niðurstöðu. Brottvísuninni var meðal annars mótmælt á fjölmennum samstöðufundi um helgina.

Steinunn Ólína sendi þingmönnum fjöldapóst sem fleiri einstaklingar hafa einnig sent. Í honum segir:

„Ágæti viðtakandi,

Í starfi þínu í umboði kjósenda hefur þú sem þingmaður/ráðherra ekki mitt leyfi til að taka ómannúðlegar ákvarðanir sem stríða gegn heilbrigðri skynsemi. Ég bið þig að gera allt sem í þínu valdi stendur svo palestínski drengurinn Yazan fái að vera hér áfram. Þingmenn og ráðherrar þiggja laun frá almenningi og þeim ber að hlýða á vilja borgaranna, gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lúta óskum þeirra og starfa einungis í þágu friðelskandi þjóðar sem virðir mannúð og lýðræði.“

Þess má geta að í 48. grein Stjórnarskrár Íslands stendur:

„Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.“

Geta þingmenn eitthvað gert?

Steinunn Ólína segir að sá eini sem hafi svarað þessum pósti hennar með beiðni um að sjá til þess að Yazan Tamimi fái leyfi til að vera á Íslandi hafi verið Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins. Í svari sínu skrifar Jakob Frímann:

„Þakka þér fyrir póstinn. Ég er þér einlæglega sammála hvað þetta varðar og hef komið þeirri skoðun minni á framfæri við valdhafa að okkur ber að standa vörð um heilsu og réttindi hins unga Yazan frá Palestínu. Vona innilega að svo megi verða.“

Í athugasemd við færslu Steinunnar Ólínu birtir kona nokkur svar sem hún fékk við þessum sama fjöldapósti sem hún sendi öllum þingmönnum og ráðherrum en það var frá Birni Leví Gunnarssyni þingmanni Pírata. Í svari Björns kemur fram að eftir að Alþingi samþykkti nýlega breytingu á útlendingalögum geti þingið í raun lítið sem ekkert gert í tilfellum eins og þessum:

„Takk fyrir hvatninguna. Það er því miður búið að fjarlægja öll stjórnsýsluleg úrræði til þess að veita undanþágur til þess að taka svona mál til efnismeðferðar. Hvorki ráðherra né stjórnsýslan hefur því nokkur lagaleg úrræði til þess að grípa í til þess að bregðast við málinu. Það eina sem þingið gæti gert er í raun að veita honum ríkisborgararétt. Þetta er bókstafleg afleiðing af útlendingamálinu sem þingið samþykkti nýlega. Píratar voru eini flokkurinn sem var á móti þessu máli-meðal annars út af svona afleiðingum. Enginn annar flokkur var til í að aðstoða við að stöðva málið og hleyptu því þannig í gegn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“
Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald