fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Fréttir

Stefán lætur Gunnar Smára heyra það og kallar hann „einkaþotuafætu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2024 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörugar umræður hafa farið fram á Facebook-síðu Brynjars Níelssonar, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í kjölfar úrslita fyrri umferðar þingkosningananna í Frakklandi í gær. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, og Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi á mbl.is, hafa meðal annars lagt orð í belg.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, boðaði óvænt til þingkosninga á dögunum eftir að úrslit Evrópuþingskosninganna lágu fyrir. Útgönguspár í gærkvöldi bentu til þess að Þjóðfylkingin hefði fengið ríflega þriðjung atkvæða sem eru talsverð tíðindi. Flokkurinn hefur meðal annars gagnrýnt stefnu yfirvalda í innflytjendamálum harðlega og óttast margir að stórtækar breytingar séu yfirvofandi í Frakklandi komist flokkurinn til valda.

Efna til mótmæla og skrílsláta

Brynjar Níelsson gagnrýnir fréttaflutning íslenskra fjölmiðla af kosningunum og hann hefur engar áhyggjur af stöðu mála í Frakklandi vegna góðs árangurs Þjóðfylkingarinnar.

„Vegna fyrirsjáanlegs sigur Þjóðfylkingarinnar í kosningunum í Frakklandi eru íslenskir fjölmiðlar einkum með viðtöl við gamla þekkta vinstri róttæklinga, sem auðvitað glíma við mikinn herping og vanlíðan yfir úrslitunum. Má á þeim skilja að franska þjóðin sé afskaplega hrædd yfir þessari þróun og að lýðræði og mannréttindi standi ógn ef þessi flokkur kemst til valda.“

Brynjar segist aldrei hafa vitað til þess að lýðræðið hafi verið haft í hávegum hjá sósíalistum í gegnum tíðina, þvert á móti, og hvað þá að mannréttindi eða einstaklingsfrelsi hafi átt upp á pallborðið.

„Mér hefur sýnst þessi Þjóðfylking hafi virt lýðræðið öfugt við vinstri menn á vesturlöndum, sem iðulega efna til mótmæla og skrílsláta þegar þeir tapa kosningum. Ég þori að veðja upp á að vinstri menn í Frakklandi eru þegar farnir að skipuleggja mótmæli og upphlaup vegna kosninganna.“

Byggt upp allt sem er einhvers virði

Gunnar Smári tjáði sig undir færslu Brynjars og spurði hvort hann fagnaði þessum sigri.

„Hélt að þið í Valhöll væruð Gaulistar, en flokkur þeirra er með svipað fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn, um 10%. En það er skrítið kosningakerfi þar sem flokkur með 34% fylgi fær hreinan meirihluta. Það er kannski ekki skrítið að sumum finnist það vont lýðræði. Myndir þú fagna því að Samfylkingin fengi hreinan meirihluta í næstu kosningum út á 33% atkvæða?“

Brynjar svaraði þessu neitandi en sagðist þó virða lýðræðið. Bætti hann við að þessi flokkur sé örugglega ekki eins hættulegur og róttækir vinstri flokkar. Gunnar Smári svaraði athugasemd Brynjars svona:

„Róttækir vinstriflokkar og sósíalísk verkalýðshreyfing hefur byggt upp allt sem einhvers virði er í Frakklandi: Veikindarétt, opinbert heilbrigðis- og skólakerfi, sumarleyfi, verkfallsrétt, uppsagnarfrétt, félagslegt húsnæðiskerfi, almannatryggingar, almenningssamgöngur, bókasöfn, örorkubætur, kvenréttindi o.s.frv. endalaust. Merkilegt hvað þú hatar mikið grunnþætti þess samfélags sem hefur fóstrað þig. Þetta er einskonar sjálfshatur. Og birtist í löngun til að brenna og eyðileggja allt sem hefur eitthvert gildi fyrir samfélagið og einstaklinginn.“

Brynjar: „Mikil er trú þín.“

Gunnar Smári: „Ekki mín trú heldur kynslóða verkalýðs og vinnufólks sem brutust úr algjöru valdaleysi og fátækt og byggðu upp réttlátara samfélag, ekki réttlátt en vissulega réttláta en það sem aðeins þjónaði borgarastéttinni. Og sem þið í Valhöll viljið endurreisa.“

Brynjar: „Verðmæti verða til með atvinnufrelsi og frelsi einstaklingsins.“

„Hneyksli“

Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi á mbl.is, lét sitt ekki eftir liggja og nýtti tækifærið til að hnýta í Gunnar Smára. Grunnt hefur verið á því góða á milli þeirra að undanförnu eins og fjallað hefur verið um.

„Fólk sem elur á hatri í stjórnmálum á hvergi að fá framgang. Þess vegna var gott að kjósendur skyldu hafna þér í síðustu kosningum og sem betur fer bendir flest til þess að þér verði hafnað aftur í næstu kosningum. Nú þarf þingheimur að tryggja að þú hættir að þiggja opinbera styrki til að halda þér uppi á kostnað almennings. Það er hneyksli að þú hafir getað matað krókinn í fjögur ár á styrkjum til stjórnmálaflokka án þess að hafa haft erindi sem erfiði og fólk séð í gegnum hatrið og svartagallsrausið frá einkaþotuafætu sem sett hefur allt á hausinn sem hann hefur komið að og skilið launafólk eftir með sárt ennið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk kona og fjórir erlendir karlmenn ákærð í stóru fíkniefnamáli – Yngsti sakborningurinn aðeins 16 ára

Íslensk kona og fjórir erlendir karlmenn ákærð í stóru fíkniefnamáli – Yngsti sakborningurinn aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar
Fréttir
Í gær

Guðmundur Elís dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun í Vestmannaeyjum

Guðmundur Elís dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun í Vestmannaeyjum