fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Fréttir

Lögregla varar við stórárás á Íslendinga – „Undirbúningur glæpamannanna er vandaður“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar landsmenn við netárásum og vefveiða sem lögregla og aðrir sem fylgjast með netárásum hafa orðið varir við að undanförnu.

Lögregla segir frá þessu á Facebook-síðu sinni og bendir á að þrjótarnir noti meðal annars falska síðu sem líkir eftir fréttavefnum mbl.is.

„Undirbúningur glæpamannanna er vandaður. Þeir byrja með auglýsingum á Facebook þar sem þeir hafa stolið myndum af þekktum Íslendingum. Tilgangurinn er að veiða fólk inn í falska fjárfestinga svikamyllu og þannig stela af fólki peningum,“ segir lögregla og birtir skjáskot af umræddum auglýsingum.

„Ef þið sjáið einhverja af þremur eftirfarandi auglýsingum, þá eru þær svindl. Best er að tilkynna þær til Facebook sem svindl en að öðrum kosti hunsa þær alveg. Ef þið klikkið á þær þá farið þið á falska síðu sem líkir eftir mbl.is en er það alls ekki og þaðan er verið að reyna að tæla ykkur yfir á svikasíður sem líkja eftir fjárfestingasíðum en hafa þann eina tilgang að svíkja af fólki peninga, engin raunveruleg fjárfesting á sér stað.“

Lögregla segir að þessi glæpahópur hafi útbúið mikinn fjölda af þessu auglýsingum og jafnframt sett upp fjölda af netsíðum til að styðja við glæpinn. Umfangið bendir til þess að þarna sé vel skipulagður hópur glæpamanna að baki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk kona og fjórir erlendir karlmenn ákærð í stóru fíkniefnamáli – Yngsti sakborningurinn aðeins 16 ára

Íslensk kona og fjórir erlendir karlmenn ákærð í stóru fíkniefnamáli – Yngsti sakborningurinn aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar
Fréttir
Í gær

Guðmundur Elís dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun í Vestmannaeyjum

Guðmundur Elís dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun í Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Brá í brún þegar hann sá verðið – „Ég er yfir mig hneykslaður“

Brá í brún þegar hann sá verðið – „Ég er yfir mig hneykslaður“
Fréttir
Í gær

Brynjar botnar ekkert í því hvers vegna það sé stórmál að rukka eldri borgara í sund – „Hvar annars staðar en á Íslandi?“ 

Brynjar botnar ekkert í því hvers vegna það sé stórmál að rukka eldri borgara í sund – „Hvar annars staðar en á Íslandi?“