fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Fréttir

Jón Bjarni undrandi eftir uppákomu við Leifsstöð – „Ekki treysta á að geta tekið leigubíl heim frá Keflavíkurflugvelli“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. júlí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Bjarni Steinsson veitingamaður lenti í undarlegri uppákomum við leigubílaröðina við Leifsstöð í nótt. Tilraunir hans til að fá leigubíl með barnabílstól leiddu til hávaðarifrildis milli leigubílstjóra á svæðinu. Jón Bjarni greinir svo frá atvikum á Facebook-síðu sinni:

Lenti í frekar furðulegu á Leifsstöð í gær. Þurftum að taka leigubíl heim en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Fyrir það fyrsta var enginn bíll í röðinni með bílstól og svo kom þar að íslenskur maður sem sagðist myndu redda okkur, hringdi eitthvað símtal. Þeir leigubílstjórar sem voru þarna fyrir (en gátu ekki keyrt okkur) fóru þá að garga á viðkomandi.

Þetta var nota bene klukkan 2 um nótt og fyrir framan strákana okkar. Allt saman mjög óþægilegt.

Þessi maður segist svo ætla redda okkur bíl, en það kemur enginn – lít út eftir þessum manni, sem er þá umkringdur lögregluþjónum og er það enn þegar við loksins komumst burt löngu seinna.

Endar svo með því að okkur tekst að hringja á bíl sem kemur og sækja okkur – klukkutíma eftir að við komum út úr tollinum.

Note to self – ekki treysta á að geta tekið leigubíl heim frá Keflavíkurflugvelli – sem er eitt og sér frekar absúrd.“

Í samtali við DV segir Jón Bjarni að 7-8 bílar hafi verið í röðinni. „Við vorum með einn sem þurfti stól og það virtist enginn geta tekið okkur, þá kom þessi maður og bauðst til að redda okkur, og þá fór allt í háaloft.“

Átök á meðal leigubílstjóra fyrir utan Leifsstöð hafa verið í fréttum undanfarna mánuði. Bílstjórar á rótgrónum stöðvum hafa kvartað undan framkomu erlendra leigubílstjóra, sem aka margir utan stöðva, saka þá um yfirgang og óheiðarlega viðskiptahætti.

Miðað við reynslu Jóns Bjarna gæti borgað sig að hringja frekar í leigubíl en að fara að leigubílaröðinni við flugstöðina. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, tjáir sig undir færslu Jóns Bjarna og ráðleggur fólki að panta í Hopp-appinu: „Panta í Hopp appinu um leið og þú kemur út. Bílinn er þá klár í stæðinu við hliðina á leigubílaröðinni. Þú veist hvað hann kostar og ekki hægt að eiga við verðið.“

sdf

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán lætur Gunnar Smára heyra það og kallar hann „einkaþotuafætu“

Stefán lætur Gunnar Smára heyra það og kallar hann „einkaþotuafætu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki öll nótt úti enn fyrir Zúista-bræður – Voru sakaðir um að hagnýta sér ranga hugmynd íslenskra stjórnvalda

Ekki öll nótt úti enn fyrir Zúista-bræður – Voru sakaðir um að hagnýta sér ranga hugmynd íslenskra stjórnvalda