fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Fréttir

Guðmundur Elís dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun í Vestmannaeyjum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2024 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekktur ofbeldismaður, Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu í Vestmannaeyjum byrjun september árið 2021. Mbl.is greinir frá þessu en dómur í málinu hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna.

Guðmundur sló konuna með flötum lófa í andlitið, reif í hár hennar, tók hana kverkataki, þannig að hún átti erfitt með andardrátt, og og hélt henni niðri á meðan hann nauðgaði henni, en hann lét ekki af hátt­sem­inni þrátt fyr­ir að brotaþoli hefði ít­rekað beðið hann að hætta.

Sjá einnig: Ofbeldismaðurinn Guðmundur Elís grunaður um kynferðisbrot í Eyjum – „Það sýður á mér, af hverju er honum sleppt aftur og aftur?“

Guðmundur var til sjós í Vestmannaeyjum og hafði komið í land degi fyrir nauðgunina. Mbl.is birtir eftirfarandi tilvitnun úr dómnum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur:

„Óum­deilt er að þegar ákærði og brotaþoli hófu sam­ræði lá fyr­ir samþykki brotaþola. Hún féll síðan frá þegar ákærði tók að beita hana of­beldi. Fyrst hafi hann togað í hár henn­ar og slegið hana utan und­ir og hún þá beðið hann að hætta því og þau þá haldið áfram að hafa sam­ræði.

Ákærði hafi síðan slegið brotaþola aft­ur og þá hafi hún viljað hætta. Er ekk­ert fram komið sem bend­ir til þess að ákærði hafi mátt ætla að hann mætti halda áfram að slá hana eft­ir að hún bað hann að hætta því. Í kjöl­far þessa beitti ákærði brotaþola grófu of­beldi, þ.e. tók hana kverka­taki þannig að hún átti erfitt með and­ar­drátt og sló hana a.m.k. tvisvar í and­litið á meðan.

Er ekk­ert fram komið sem bend­ir til þess að ákærði hafi mátt ætla að brotaþoli hafi verið samþykk því. Kvaðst brotaþoli hafa gefið ákærða það skýrt til kynna að hún vildi hætta sam­ræðinu með orðum og með því að reyna að kom­ast und­an hon­um en hann þá haldið henni niðri, ann­ars veg­ar með hálstaki og hins veg­ar með því að halda um mjaðmir henn­ar á meðan hann hafði sam­ræði við hana, og nýtt sér þannig lík­am­lega yf­ir­burði sína.“

Auk þriggja ára fangelsis er Guðmundur Elís dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur.

Dæmdur fyrir hrottalegt ofbeldi gegn Kamillu Ívarsdóttur

Árið 2020 var Guðmundur dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn tveimur fyrrverandi kærustum sínum. Önnur þeirra var Kamilla Ívarsdóttir sem vakti landsathygli er hún steig fram í viðtali við Kastljós og lýsti ofbeldi Guðmundar Elís gegn sér. Hún deildi jafnframt á Facebook myndum af áverkum eftir hrottalegar árásir  hans á hana.

Síðasta árás Guðmundar Elís á Kamillu var á 19 ára afmælisdaginn hennar. DV greindi frá sögu hennar haustið 2022 og þar segir m.a.:

„Frá fjórtán ára aldri þurfti hún að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Þegar hún var sautján ára réðst hann svo hrottalega á hana að málið var rannsakað í fyrstu sem tilraun til manndráps. Hún hefur kært hann fyrir nokkrar árásir og á enn eftir að dæma í sumum málunum. Kamilla steig hugrökk fram á sínum tíma og vöktu myndir af áverkum og saga hennar óhug hjá þjóðinni.

Í október voru þrjú ár liðin frá árásinni og segist Kamilla vera þakklát fyrir á hvaða stað hún er komin á í dag en segir að dagar hennar einkennist þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og hræðslu. Hún er með sterkt stuðningsnet og telur sig mjög heppna með fólkið í kringum hana, sérstaklega fjölskylduna.

Í samtali við DV segir Kamilla að hún sé að bíða eftir að komast í endurhæfingu og að dagamunur sé á líðan hennar. „Það er allt svona upp og niður hjá mér. Það er rosalega erfitt að gera plön því ég veit ekki hvernig ég verð. Svo er hann að fara að losna úr fangelsi í næsta mánuði,“ segir hún.

„Lögreglan kærði hann fyrir október árásina árið 2019, því ég var bara sautján ára og hafði ekkert um það að segja en ég er mjög þakklát fyrir það í dag,“ segir hún.“

Einnig hefur komið fram að Guðmundur Elís hélt hnífi uppi að hálsi Kamillu og hótaði að drepa fjölskyldu hennar.

Leiðrétting: 

Dómurinn var kveðinn upp þann 5. júní en var birtur á vefsíðu dómstólanna í dag. Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán lætur Gunnar Smára heyra það og kallar hann „einkaþotuafætu“

Stefán lætur Gunnar Smára heyra það og kallar hann „einkaþotuafætu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki öll nótt úti enn fyrir Zúista-bræður – Voru sakaðir um að hagnýta sér ranga hugmynd íslenskra stjórnvalda

Ekki öll nótt úti enn fyrir Zúista-bræður – Voru sakaðir um að hagnýta sér ranga hugmynd íslenskra stjórnvalda