fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Fréttir

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2024 18:30

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, heldur því fram í tísti á samfélagsmiðlinum X, að það vaki fyrir Donal Trump forsetaframbjóðanda að banna þungunarrof um öll Bandaríkin.

Á hinn bóginn ætli hún og Biden forseti að gera „allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva hann og endurheimta frelsi kvenna til barneigna.“

Eigandi X, athafnamaðurinn heimsfrægi, Elon Musk, sakar Kamölu um lygar í þessari fræslu. Hann segir:

„Hvenær munu stjórnmálamenn, eða að minnsta kosti lærlingarnir sem stýra reikningunum þeirra, læra að lygar á þessum vettvangi virka ekki lengur?“

Mikil vandræði eru í demókrataflokknum eftir hörmulega frammistöðu Joe Biden forseta í sjónvarpskappræðum frambjóðendanna tveggja fyrir skömmu. Virkaði Biden sem nánast elliær og minnislaus í kappræðunum. Vangaveltur eru um að hann stigi til hliðar og annar taki við keflinu. Kamala Harris nýtur hins vegar ekki vinsælda og ólíklegt er að hún verði frambjóðandi demókrata.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán lætur Gunnar Smára heyra það og kallar hann „einkaþotuafætu“

Stefán lætur Gunnar Smára heyra það og kallar hann „einkaþotuafætu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki öll nótt úti enn fyrir Zúista-bræður – Voru sakaðir um að hagnýta sér ranga hugmynd íslenskra stjórnvalda

Ekki öll nótt úti enn fyrir Zúista-bræður – Voru sakaðir um að hagnýta sér ranga hugmynd íslenskra stjórnvalda