fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ekki öll nótt úti enn fyrir Zúista-bræður – Voru sakaðir um að hagnýta sér ranga hugmynd íslenskra stjórnvalda

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2024 10:36

Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson  sem löngum hafa verið kenndir við trúfélagið Zuism, sem þeir voru skráðir fyrir, hafa fengið leyfi til að áfrýja dómi gegn sér í Landsrétti til Hæstaréttar en í hinum fyrrnefnda voru þeir sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Einnig hefur trúfélagið sjálft og hlutafélögin EAF  og Threescore, sem skráð er í Bandaríkjunum, fengið áfrýjunarleyfi vegna málsins. Mikla athygli vakti fyrir um áratug þegar sagt var frá því að trúfélagið hefði í hyggju að endurgreiða skráðum meðlimum sóknargjöld sem félagið myndi fá frá ríkinu. Bræðurnir voru hins vegar sakaðir um að hafa ekki staðið við þessi fyrirheit og að hafa nýtt sóknargjöldin í eigin þágu og þar með gerst sekir um fjársvik og peningaþvætti.

Eins og DV hefur áður greint frá hafa bræðurnir víðar komið við og meðal annars sinnt ýmis konar atvinnurekstri.

Alræmdir bræður opnar pítsustað – Sakaðir um að svíkja sóknargjöld frá ríkinu í nafni Zúista

Í ákvörðun Hæstaréttar segir að bræðurnir hafi verið ákærðir fyrir fjársvik með því að hafa í sameiningu frá áliðnu ári 2015, en þó einkum frá október 2017, og fram á fyrri hluta árs 2019 styrkt og hagnýtt sér þá röngu hugmynd íslenskra stjórnvalda að trúfélgið Zuism, uppfyllti skilyrði fyrir skráningu. Litið hafi verið svo á að félagið skyldi sem skráð trúfélag eiga hlutdeild í álögðum tekjuskatti og rétt til fjárframlaga úr ríkissjóði samkvæmt ákvæðum laga um sóknargjöld.

Á þeim grunni hefði félagið frá október 2017 til janúar 2019 samtals 36 sinnum fengið greidd frá ríkissjóði sóknargjöld vegna áranna 2016, 2017 og 2018 að fjárhæð samtals 84.727.320 krónur. Þeir hafi jafnframt verið ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa í sameiningu á tímabilinu október 2017 til apríl 2019 aflað félaginu samtals 84.727.320 króna ávinnings af fjársvikabrotum sínum og á sama tíma geymt, flutt, umbreytt og nýtt, þar á meðal að töluverðum hluta í eigin þágu, þann ávinning sem og leynt honum og upplýsingum um uppruna hans, staðsetningu og ráðstöfun.

Sýknaðir en síðan sakfelldir

Bræðurnir voru sýknaðir af öllum ákærum fyrir Héraðsdómi og upptökukröfum á hendur Zuism og hlutafélögunum EAF og Threescore var hafnað en bræðurnir voru sakaðir um að nýta hlutafélögin til að koma fjármunum trúfélagsins undan. Landsréttur sneri hins vegar dómnum við og sakfelldi bræðurna báða fyrir fjársvik og peningaþvætti. Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi og Einar í 18 mánaða fangelsi. Einnig var fyrir Landsrétti fallist á upptökukröfur á hendur Zuism og hlutafélögunum tveimur.

Í beiðni sinni um áfrýjunarleyfi vísuðu lögmenn bræðranna til ákvæða laga um að Hæstiréttur skuli veita slíkt leyfi ef viðkomandi er sýknaður fyrir Héraðsdómi en sakfelldur í Landsrétti.

Þeir töldu einnig að áfrýjunarbeiðni þeirra liti einnig að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu sem mikilvægt væri að fá úrlausn Hæstiréttar um, einkum skráningarskilyrði laga um trúfélög og ábyrgð forstöðumanna slíkra félaga. Lögmennirnir vilja einnig meina að málið snúi að félaga- og trúfrelsi meðlima trúfélaga og beitingu ákvæðis hegningarlaga um fjársvik. Lögmaður Einars vísaði einnig til þess að umbjóðandi hans hafi ekki gegnt neinni formlegri stöðu hjá trúfélaginu.

Lögmennirnir vildu einnig meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur.

Í ákvörðun Hæstaréttar segir að sakfelling Landsréttar og önnur atriði verði ekki endurskoðuð að því leyti sem þau byggi á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, eins og lög um meðferð sakamála kveði á um. Lögin kveði hins vegar á um að Hæstiréttur skuli verða við ósk um áfrýjunarleyfi frá þeim sem sýknaðir séu fyrir héraðsdómi en sakfelldir fyrir Landsrétti. Leyfilegt sé að hafna beiðninni ef Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun verði ekki til að breyta dómi Landsréttar. Þar sem ekki sé hægt að slá því föstu í þessu tilfelli sé áfrýjunarbeiðni bræðranna og umræddra félaga samþykkt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá