fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Fréttir

Brynjar botnar ekkert í því hvers vegna það sé stórmál að rukka eldri borgara í sund – „Hvar annars staðar en á Íslandi?“ 

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2024 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg tilkynnti á föstudag um breytingar á gjaldskrá sundlauga borgarinnar. Tilgangur breytinganna er að sækja tekjur af eldri ferðamönnum sem hingað til hafa notið gjaldfrjáls aðgengis að sundlaugum borgarinnar.

Þar sem ekki er heimilt að rukka bara eldri ferðamenn þá verða eldri landsmenn líka rukkaðir um aðgang að sundlaugunum en gefst á móti kostur á að kaupa árskort fyrir fjögur þúsund krónur.  Þessi nýja gjaldskrá tekur gildi frá og með fyrsta ágúst.

Ekki eru allir hrifnir af þessari ákvörðun borgarinnar. Þetta sé köld tuska í andlit eldri borgarbúa.  Sama dag og borgin tilkynnti um þessar fyrirhuguðu breytingar birti borgin á Facebook færslu þar sem fögrum orðum var farið um Árbæjarlaug og félagslegt hlutverk hennar í lífi eldri borgara.

 

Aðrir hafa þó bent á að á Akureyri þurfi eldri borgarar að kaupa árskort, og það á hærra verði en til stendur hjá borginni. Fjögur þúsund krónur verði seint talið okur.

Einn þeirra sem furðar sig á uppþotinu í kringum gjaldskrárbreytinguna er uppgjafapólitíkusinn Brynjar Níelsson. Hann skrifar á Facebook:

„Hvar annars staðar en á Íslandi gæti það verið aðalfrétt dag eftir dag með tilheyrandi hneykslunartón að eldri borgarar þyrftu að greiða fjögur þúsund krónur á ári fyrir ótakmarkaðan aðgang að sundlaugum borgarinnar. Hver fann það upp að sundlaugaferðir væri hluti að grunnþjónustu hins opinbera og rétt væri að skattgreiðendur greiddu niður sundiðkun og heitapottsferðir þeirra sem einna best standa í samfélaginu?

Fyrir þá sem telja skattgreiðendur ótakmarkaða auðlind og að hið opinbera eigi að sjái um nánast allt væri nærtækast að styðja ungt dugmikið fólk, sem vill stofna fjölskyldu og eignast börn, til að koma yfir sig þaki. Börnin eru nú einu sinni framtíðin. Svo eigum við að nýta eldri borgara með alla sína reynslu í pólitík og önnur mikilvæg störf í stað þess að safna þeim saman í heita pottinn svo það geti þusað hvert í öðru.“

Í athugasemdum taka margir undir með Brynjari og skilja ekkert í gagnrýninni. Hér sé um hófstillt verð að ræða sem varla ýti fólki út í gjaldþrot. Aðrir benda á að ekki séu allir svo lánsamir að vera á eftirlaunum sem tryggi mannsæmandi líf. Sumir treysti alfarið á Tryggingastofnun og greiðslurnar þaðan svo lágar að horfa þurfi í hverja krónu. Einn spyr Brynjar hvort það sé eðlilegt að borgin rukki eldri borgara fyrir aðgang að sundi til að græða 18,7 milljónir en hiki svo ekki við að borga 25 milljónir í kostnað við að skipta um borgarstjóra á miðju kjörtímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur

Hjálmar ekki kærður en sagður sekur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk kona og fjórir erlendir karlmenn ákærð í stóru fíkniefnamáli – Yngsti sakborningurinn aðeins 16 ára

Íslensk kona og fjórir erlendir karlmenn ákærð í stóru fíkniefnamáli – Yngsti sakborningurinn aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar
Fréttir
Í gær

Guðmundur Elís dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun í Vestmannaeyjum

Guðmundur Elís dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun í Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Verð á kjötsúpu í Perlunni og samloku í Leifsstöð hneykslar – „Ferðaþjónustan grefur sína eigin gröf, þarf enga hjálp“

Verð á kjötsúpu í Perlunni og samloku í Leifsstöð hneykslar – „Ferðaþjónustan grefur sína eigin gröf, þarf enga hjálp“
Fréttir
Í gær

Brá í brún þegar hann sá verðið – „Ég er yfir mig hneykslaður“

Brá í brún þegar hann sá verðið – „Ég er yfir mig hneykslaður“