fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Leikskólakennari getur ekki farið að vinna á leikskóla vegna skorts á leikskólaplássum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. júní 2024 14:41

Tinna Berg Damayanthi Rúnarsdóttir. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinna Berg Damayanthi Rúnarsdóttir er fjögurra barna móðir sem býr í Árborg og er leikskólakennari að mennt. Hún greinir frá því grein á héraðsmiðlinum Sunnlenska að þrátt fyrir skort á leikskólakennurum á landsvísu geti hún ekki snúið aftur til starfa sem slíkur hjá sveitarfélaginu þar sem ekki sé til staðar leikskólapláss fyrir yngsta son hennar.

Tinna á þrjú börn á leikskólaaldri. Í greininni fjallar hún um stöðu yngstu sona sinna tveggja og segir þá báða aldrei hafa fengið pláss hjá dagmæðrum þrátt fyrir að hún hafi sótt um það á meðgöngunni í báðum tilfellum. Næst yngsti sonurinn er fæddur 2021 en komst inn á leikskóla síðasta haust þá rúmlega tveggja ára. Yngsti sonurinn muni að öllu óbreyttu ekki komast inn á leikskóla í sveitarfélaginu fyrr en haustið 2025 en þá verður hann rúmlega tveggja og hálfs árs.

Tinna lauk leikskólakennaranáminu árið 2009 en undanfarið hefur hún stundað, í fjarnámi, BA-nám í félagsvísindum í Háskólanum á Akureyri á meðan svo illa hefur gengið að fá daggæslupláss fyrir börnin með þeim afleiðingum að Tinna hefur ekki getað unnið utan heimilsins. Hún segir í grein sinni það hafa verið afar strembið að stunda námið á meðan yngstu synirnir tveir komust hvorki á leiksskóla né til dagmömmu. Hún hafi því ekki getað unnið með náminu og því þurft að treysta að mestu leyti á námslán. Ástandið verði að fara breytast svo hún geti aflað sér tekna og nýtt um leið leikskólakennaramenntunina:

„Það er ekki einungis streituvaldandi að vita ekki hvernig maður á að lifa þegar maður kemst ekki til starfa, heldur þarf maður að leggja á sig og fjölskyldu sína mikið álag til að reyna að hafa einhverjar tekjur.“

Hafi komið henni verulega á óvart

Hún hafi hins vegar talið að það yrði auðvelt fyrir hana að geta farið aftur að vinna sem leikskólakennari hjá Árborg í ljósi almenns skorts á leikskólakennurum á landinu en hana hafi ekki grunað að það yrði ekki mögulegt þar sem hún neyddist til að vera heima með yngsta barnið af því það fái hvergi pláss í daggæslu hjá sveitarfélaginu:

Tinna minnir á að starfsumhverfi leikskólakennara á landinu sé ekki nógu gott. Þeim fari fækkandi og margir þeirra snúi ekki til starfa í faginu eftir að hafa lokið náminu og færri sæki í það. Tinna veltir því fyrir sér hvort þá væri ekki ráð að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. Árborg geri hins vegar ekki mikið í þeim efnum og fyrir hana blasi ekki annað við en að verða atvinnulaus leikskólakennari:

„Hér í Árborg er enginn starfsmannaforgangur, ekki einu sinni fyrir leikskólakennara. Hér eru engar heimgreiðslur fyrir foreldra sem ekki komast á vinnumarkaðinn vegna vöntunar á daggæslu. Svo núna blasir við mér að ég verði hugsanlega fyrsti atvinnulausi leikskólakennarinn næsta haust, það hljómar nú frekar galið ekki satt? En ekki get ég sótt um atvinnuleysisbætur því ekki er ég með örugga daggæslu fyrir barnið.“

Neyðist til að fara í meira nám

Minna ber á að til að hljóta atvinnuleysisbætur þarf viðkomandi meðal annars að vera í virkri atvinnuleit en ljóst er að Tinna getur vart uppfyllt það skilyrði þar sem hún verður að vera heima með yngsta barnið.

Hún segir allt stefna í að hún verði að fara í meistaranám í haust, taka meiri námslán og sjá um yngsta barnið allan daginn á meðan hún er í fullu námi. Það muni án efa valda gríðarlegu álagi á hana sjálfa og fjölskylduna alla. Hún segist vera orðin hrædd um að geta ekki nokkurn tímann farið aftur að vinna sem leikskólakennari, sem sé hennar draumastarf.

Tinna segir Fjólu Kristinsdóttur sem lét nýlega af störfum sem bæjarstjóri Árborgar hafa sýnt stöðu hennar skilning og reynt að koma til móts við hana. Fyrir utan það hafi hún lítil svör fengið frá sveitarfélaginu. Enn geri það ekkert til að koma til móts við fólk í hennar stöðu sem geti ekki snúið til starfa vegna þess að börn viðkomandi fái hvergi pláss á daginn svo foreldrarnir geti unnið.

Tinna segir að lokum að hún voni að grein hennar, sem er hægt að nálgast hér, verði til þess að hún fái loksins einhver svör frá Árborg.

Uppfært 16:18

Fréttin hefur verið uppfærð með nákvæmari upplýsingum um Tinnu en fyrri útgáfu mátti skilja sem svo að hún hefði nýlega lokið leikskólakennaranáminu en það var ekki rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“