fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Inga komin með upp í kok: „Sala Íslands­banka er hreint og klárt arðrán á sam­fé­lag­inu í heild sinni“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. júní 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir það algjörlega óforsvaranlegt á þessum tímapunkti að ráðast í sölu á Íslandsbanka.

Fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp um sölu á 42,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka og stendur til að klára sölu bankans í ár með útboði fyrir almenna fjárfesta og fagfjárfesta.

Inga Sæland og Flokkur fólksins krefjast þess að frumvarpinu verði vísað frá án tafar, en hún gerir þetta að umtalsefni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna hef­ur tví­veg­is selt hlut rík­is­ins í Íslands­banka und­ir markaðsverði og það ligg­ur fyr­ir að lög voru brot­in í síðara sölu­ferl­inu. Þrátt fyr­ir það hef­ur rík­is­stjórn­in lagt of­urá­herslu á að koma gull­gæs­inni, og millj­örðunum sem hún verp­ir ár­lega, til vina sinna í fjármálaelítunni,“ segir Inga.

Hún segir að íslenskur almenningur fái sko ekki að njóta ávaxtanna af eigum sínum þegar vel gengur en megi hins vegar taka á sig tapið þegar illa gengur eins og dæmin sanna.

„Ég tel það al­gjör­lega ófor­svar­an­legt á þess­um tíma­punkti að ráðast í sölu á Íslands­banka. Mik­ill meiri­hluti sam­fé­lags­ins hef­ur margsinn­is lýst yfir and­stöðu sinni við að eft­ir­stand­andi hlut­ur rík­is­ins verði seld­ur,“ segir Inga og rifjar upp að salan á 35% hlut ríkisins í bankanum sumarið 2021 hafi ekki gengið sem skyldi.

Segir Inga að bréfin hafi verið seld á hrakvirði og fáeinum dögum síðar hafði verðið hækkað um tugi prósenta.

„Sal­an á 22,5% hlut í Íslands­banka í mars 2022 olli gríðarlegri reiði í sam­fé­lag­inu og leiddi af sér rann­sókn­ir sem all­ar sýndu fram á al­var­lega ann­marka á sölu­ferl­inu. Einn sá al­var­leg­asti, að þáver­andi fjár­málaráðherra hafði selt fé­lagi föður síns hlut í bank­an­um. Auk þess var sölu­ferlið allt mjög á reiki og ein­hverj­ir starfs­menn Íslands­banka, sem höfðu um­sjón með því, keyptu sjálf­ir hluta­bréf í bank­an­um í þessu lokaða til­boðsferli fyr­ir út­valda.“

Inga Sæland er ómyrk í máli um yfirvofandi sölu á Íslandsbanka.

„Sala Íslands­banka er hreint og klárt arðrán á sam­fé­lag­inu í heild sinni. Íslands­banki hef­ur skilað gríðarleg­um hagnaði und­an­far­in ár og greitt millj­arða í arð til rík­is­ins. Það er með öllu ómögu­legt fyr­ir nokk­urn ein­stak­ling að sjá skyn­sem­ina í því að fórna reglu­leg­um arðgreiðslum fyr­ir skamm­tíma­ágóða af vænt­an­legri sölu. Þá er lægð á hluta­bréfa­mörkuðum og markaðsverð á hluta­bréf­um Íslands­banka hef­ur lækkað veru­lega það sem af er ári. En rík­is­stjórn­in er svo upp­tek­in af því að losa ríkið und­an þeirri „miklu áhættu“ sem fylg­ir því að eiga hluta­bréf í fyr­ir­tæki sem hef­ur skilað tuga millj­arða króna hagnaði á hverju ein­asta ári frá hruni að keyra skal söl­una áfram sama hvað taut­ar og raul­ar. Þannig skal selja bank­ann á versta tíma svo að við verðum ekki fyr­ir því óláni að fá frek­ari arðgreiðslur.“

Grein sína endar Inga á þessum orðum:

„Við erum löngu kom­in með upp í kok af því hvernig eign­um okk­ar er stolið um há­bjart­an dag. Við erum nógu góð til að taka á okk­ur all­an ta­prekst­ur og snúa hon­um til betri veg­ar síðan skal koma hagnaðinum í fjár­hirsl­ur pen­inga­afl­anna. Flokk­ur fólks­ins krefst þess að frum­varp­inu um sölu á eft­ir­stand­andi hlut rík­is­ins í Íslands­banka verði vísað frá án taf­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar