fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Lést úr afbrigði fuglaflensu sem aldrei áður hefur fundist í mönnum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. júní 2024 09:22

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

59 ára karlmaður í Mexíkó lést þann 24. apríl síðastliðinn úr afbrigði af fuglaflensu sem aldrei áður hefur fundist í mönnum. Afbrigðið sem um ræðir kallast H5N2.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin greindi frá þessu í gær.

Ekki er vitað hvernig maðurinn smitaðist en H5N2 hefur fundist í alifuglum í Mexíkó. Maðurinn hafði þó ekki verið í nálægð við alifugla eða önnur dýr áður en hann veiktist og lést.

Í frétt AP kemur fram að maðurinn hafi verið lagður inn á sjúkrahús í Mexíkóborg þann 24. apríl síðastliðinn og látist þann sama dag. Hafði hann verið rúmliggjandi í um viku með hita og niðurgang auk þess sem hann átti erfitt með að anda.

Maðurinn var með undirliggjandi sjúkdóma á borð við nýrnabilun, sykursýki og of háan blóðþrýsting.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að almenningi í Mexíkó stafi lítil hætta af H5N2 þrátt fyrir þetta tiltekna andlát. Ekki hafa fleiri tilfelli veirunnar greinst en sýni voru tekin úr aðstandendum mannsins og heilbrigðisstarfsfólki sem sá um umönnun hans áður en hann lést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú