fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fréttir

Ugla segir Íhaldsmenn með trans fólk á heilanum – „Af hverju getið þið ekki bara látið okkur í friði?“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 5. júní 2024 10:30

Ugla Stefanía bendir á að Íhaldsmenn séu ekki að ná til almennings með þessu heldur aðeins örfárra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir segir Íhaldsmenn í Bretlandi vera með trans fólk á heilanum. Það sé skrýtið í ljósi þess að trans fólk telji aðeins um hálft prósent íbúa. Kosningar verða brátt haldnar í Bretlandi.

„Nýr dagur, nýjar holar og ógerlegar hótanir í garð trans fólks frá ríkisstjórn Íhaldsflokksins,“ segir Ugla í grein sem hún skrifar í breska dagblaðið Metro. En hún hefur verið búsett þar í landi síðan árið 2016 og látið til sín taka í þjóðmálaumræðunni.

Segir hún Rishi Sunak, forsætisráðherra, og Kemi Badenoch, viðskiptaráðherra, hafa tilkynnt breytingar á jafnréttislöggjöfinni og ráðist á Keir Starmer, leiðtoga Verkamannaflokksins, fyrir að „vita ekki hvað kona sé.“

Vildi Badenoch láta undirstrika það í löggjöfinni að kyn ætti aðeins við um líffræðilegt kyn. Þá sagði Sunak rugling í gangi yfir skilgreiningum á kyni og kynvitund.

„Eini ruglingurinn sem er í gangi hjá mér sem trans manneskju er af hverju Íhaldsmenn eru svona algerlega helteknir af okkur,“ segir Ugla. „Það er í raun aumkunarvert að beina svo mikilli orku gagnvart hópi sem telur aðeins um hálft prósent af íbúafjöldanum. Af hverju getið þið ekki bara látið okkur í friði?“

Trans fólk auðvelt skotmark

Þingkosningar verða haldnar í Bretlandi þann 4. júlí næstkomandi. Fastlega er búist við því að Íhaldsflokkurinn bíði afhroð og missi hundruð þingsæta. En flokkurinn hefur verið við stjórnvölinn í Bretlandi í fjórtán ár, annað hvort einsamall eða í stjórnarsamstarfi með mun minni flokkum.

Ugla segir að með því að beina spjótum sínum að trans fólki séu Íhaldsmenn að reyna að beina athyglinni frá eigin klúðri. Meðal annars frá því að flokknum hafi mistekist að takast á við lífskjarakrísuna og heilbrigðiskerfið sé að hruni komið. Trans fólk sé auðvelt skotmark.

Bendir hún hins vegar á að þessar árásir séu ekki aðeins móðgandi heldur séu þær barnalegar. Ný könnun sýni að einungis eitt prósent kjósenda hugi að málefnum trans fólks þegar það velur sér stjórnmálaflokk til að kjósa.

„Þau eru ekki að ná til almennings með þessu, heldur aðeins lítils hluta harðlínu fólks,“ segir hún. „Fyrir mér lítur þetta ekki út eins og verið sé að reyna að koma einhverri stefnu á framfæri sem yrði að veruleika eða hefði áhrif á kosningarnar 4. júlí. Heldur er þetta enn ein tilraun til þess að reyna að auka trans fóbíu, skapa ótta og valda eins miklum skaða og hægt er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás á unnusta sinn á sameiginlegu heimili þeirra

Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega árás á unnusta sinn á sameiginlegu heimili þeirra
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Þú ert að fara að deyja núna“

„Þú ert að fara að deyja núna“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra

Blóðug tölfræðin að baki „árangri“ Pútíns – 102 dánir eða særðir Rússar fyrir hvern ferkílómetra
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ

Friðarkerti olli eldsvoða í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Engar eignir í félagi sem bitist var um í Sólstafadeilu

Engar eignir í félagi sem bitist var um í Sólstafadeilu
Fréttir
Í gær

Puttabraut mann og reyndi að flýja – „Ég er ekkert að fara að tala við ykkur, talið við lögfræðinginn“

Puttabraut mann og reyndi að flýja – „Ég er ekkert að fara að tala við ykkur, talið við lögfræðinginn“
Fréttir
Í gær

Alfreð Erling neitar sök í Neskaupstaðarmálinu

Alfreð Erling neitar sök í Neskaupstaðarmálinu
Fréttir
Í gær

Faðir Áslaugar var einn fremsti trommari landsins – Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottaleg brot sín gegn henni

Faðir Áslaugar var einn fremsti trommari landsins – Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottaleg brot sín gegn henni