fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sá ökukennarann sinn með símann upp við eyrað – „Ef nemandi myndi svara síma í ökuprófi hjá honum myndi hann fella nemandann“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 5. júní 2024 14:30

Farsímanotkun í umferðinni er orðið risastórt vandamál.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða um skjánotkun og símanotkun undir stýri hefur verið mikil undanfarið. Íslensk kona lýsir því að hafa séð ökukennarann sinn keyra með símann upp við eyrað.

„Oftar en ekki sé ég viðkomandi í símanum þegar ég lít til bifreiðar á næstu akrein eða í baksýnisspeglinum,“ segir konan á samfélagsmiðlinum Reddit. „Viðurkenni að ég á það til að taka upp símann í 3-4 sekúndur til að skipta um lag. Örfáum sinnum hef ég snögglega opnað skilaboð þegar ég sit á löngu rauðu ljósi, s.s. við gatnamót, en svara ekki.“

Brá henni hins vegar nokkuð í brún þegar hann sá ökukennarann sinn brjóta reglur um skjátæki við akstur.

„Það vildi svo til að ég sá ökukennarann minn á sínum tíma keyra fram hjá mér með símann upp við eyrað. Ég var svo hvimleið að minnast á það í næsta ökutíma. En athyglisverðara, svaraði hann „Það gera það allir,“ segir hún. „Að sjálfsögðu skólaði ég hann smá til baka og að hann sem ökukennari ætti nú að sýna gott fordæmi í umferðinni.“

Ekki taka skjáhættuna

Samgöngustofa er nú með átak í gangi í samstarfi við tryggingafélagið Sjóvá sem ber yfirskriftina: Ekki taka skjáhættuna. En Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, telur akstur vegna farsímanotkunar stærsta áhættuþátt umferðarslysa í heiminum.

Notkun handfrjáls búnaðs hefur aukist en einnig farsímanotkun án hans. Rannsóknir hafa sýnt að truflun af völdum farsíma skerðir frammistöðu bílstjóra. Viðbragðstíminn verður lengri, sérstaklega við hemlun en einnig við umferðarmerkjum og umferðarljósum. Mest áhrif hefur þetta á yngsta aldurshópinn í umferðinni, 18 til 34 ára.

Nota Blutooth

Í athugasemdum við færslu konunnar viðurkenna sumir að hafa notað farsíma undir stýri. Til dæmis til að svara skilaboðum eða á rauðu ljósi. Flestir bílar séu hins vegar með Blutooth og takka á stýrinu til þess að stýra lagavali og tónhæð. Framkoma ökukennarans er hins vegar fordæmd.

„Full kjánalegt af ökukennaranum þínum að nota ekki Bluetooth, og svo ef nemandi myndi svara síma í ökuprófi hjá honum myndi hann fella nemandann og láta hann borga tugi þúsunda til að endurtaka prófið,“ segir einn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“