fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Mætti ekki á fund og tapaði rúmri milljón

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júní 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur kveðið upp úrskurð í máli manns sem kærði þá ákvörðun Vinnumálastofnunar að fella niður rétt hans til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði þar sem hann hafði ekki tekið þátt í vinnumarkaðsúrræði. Sagðist maðurinn hafa verið illa haldinn af Covid-19 og því ekki getað mætt á fund sem hann var boðaður á hjá stofnuninni. Sagði maðurinn í kæru sinni til nefndarinnar að það hefði kostað hann um eina milljón króna í framfærslu að mæta ekki á fundinn. Nefndin staðfesti ákvörðun Vinnumálastofnunar.

Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hefði sótt um atvinnuleysisbætur í október 2023 og umsóknin verið samþykkt í nóvember sama ár. Í desember hafi Vinnumálastofnun hins vegar fellt niður rétt hans til bóta í þrjá mánuði á grundvelli laga um atvinnuleysistryggingar. Ástæða þess var að maðurinn hefði hafnað þátttöku í vinnumarkaðsúrræði um miðjan nóvember.

Í byrjun janúar 2024 barst Vinnumálastofnun læknisvottorð þar sem fram kom að maðurinn hefði verið óvinnufær með öllu vegna veikinda í vikutíma í nóvember 2023, á sama tíma og hann átti að mæta á umræddan fund. Stofnunin tók málið aftur upp en komst á ný að þeirri niðurstöðu að fella bæri rétt mannsins til atvinnuleysisbóta niður í þrjá mánuði þar sem hann hefði ekki tilkynnt veikindin tafarlaust.

Dýrasti fundur sem hann hefur ekki mætt á

Í kæru mannsins kom fram að hann hefði um miðjan nóvember verið boðaður á fund hjá Vinnumálastofnun með tölvupósti sem hafi verið sendur með sólarhringsfyrirvara. Hann hafi þá verið mjög veikur vegna covid-smits og ekki áttað sig á því að það myndi hafa svo ofsafengnar refsiafleiðingar að mæta ekki á fundinn. Hann hafi skilað inn læknisvottorði sem byggi á símtali við hjúkrunarfæðing á meðan veikindunum stóð og viðtali við lækni sem fór fram síðar.

Sagðist maðurinn hafa tapað 1.049.553 krónum í framfærslu vegna ákvörðunar Vinnusmálastofnunar. Þetta væri því líklega dýrasti fundur sem hann hefði ekki mætt á. Fyrirvarinn hafi einnig verið skammur og fullyrti maðurinn jafn framt að hann fyndi ekki smáskilaboð sem Vinnumálastofnun sagðist hafa sent honum með fundarboði.

Í rökstuðningi sínum fyrir nefndinni sagði Vinnumálastofnun að í fundarboðinu til mannsins hefði komið skýrt fram að um skyldumætingu væri að ræða og ótilkynnt forföll eða forföll án gildra ástæðna gætu haft í för með sér missi bótaréttar. Maðurinn hafi ekki mætt og engar skýringar gefið á fjarverunni þegar leitað hafi verið eftir þeim.

Fór til læknis þrem vikum síðar

Loks hafi maðurinn skilað læknisvottorðinu í janúar 2024 en þar komi ekki fram hvers eðlis veikindin hafi verið. Vottorðið hafi verið gefið út um miðjan desember 2023 og hafi byggt á skoðun læknis sem hafi farið fram þremur vikum eftir að veikindum mannsins var lokið. Þrátt fyrir þetta hafi ákvörðunin um að svipta manninn atvinnuleysisbótum í þrjá mánuði verið staðfest þar sem hann hefði aldrei tilkynnt um veikindin þegar hann var boðaður á fundinn. Vísaði stofnunin í ákvæði laga um atvinnuleysistryggingar ákvörðun sinni til stuðnings.

Úrskurðarnefnd velferðarmála tók í niðurstöðu sinni undir með Vinnumálastofnun. Nefndin sagði að maðurinn hefði verið boðaður á umræddan fund í nóvember 2023 en ekki tilkynnt fyrr en í janúar 2024 að hann hefði ekki getað mætt vegna veikinda. Maðurinn hefði þar með brotið gegn þeirri upplýsingaskyldu sem hvíli, samkvæmt lögum, á þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur. Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt mannsins til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði var því staðfest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti