fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fréttir

Veistu að þú gætir átt peninga hjá Skattinum? – „Lottóvinningur dagsins!“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. júní 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir töldu sig hafa fengið lottóvinning í dag þegar þeir fengu ábendingu um að kíkja á vefsíðu Skattsins og athuga þar hvort þeir ættu rétt á vaxtastyrk.

Á meðal þeirra sem hafa vakið athygli vina sinna á þessu eru Katla Hreiðarsdóttir eigandi verslunarinnar Systur og makar og Margrét Erla Maack fjöllistakona.

„200.000 kall!!! Lottóvinningur dagsins! Ég fann þetta ekki í tölvunni en var no problem í símanum,“ segir Margrét.

„Af gefnu tilefni, ég er enginn sérfræðingur hjá skattinum, frétti bara af þessu og vildi deila,“ segir Katla.

Hér er um að ræða sérstakan vaxtastuðning sem framteljendum er ákvarðaður við álagningu opinberra gjalda 2024, hann er reiknaður samkvæmt forsendum sem fyrir liggja í skattframtali. Ekki þarf að sækja um hann sérstaklega. Lög um hann voru sett í tengslum við kjarasamninga sem undirritaðir voru í mars 2024 og er vaxtastyrkurinn hluti af aðgerðapakka stjórnvalda sem kynntur var í mars.

Sérstakur vaxtastuðningur getur að hámarki orðið 150.000 kr. hjá einhleypingi, 200.000 kr. hjá einstæðu foreldri og 250.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Lágmarksfjárhæð er 5.000 kr. Ef reiknaður vaxtastuðningur er lægri, fellur hann niður.

Sérstakur vaxtastuðningur er ekki greiddur út líkt og vaxtabætur heldur er fjárhæðinni ráðstafað inn á lán vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.

Með því að fara inn skattur.is getur framteljandi tilgreint inn á hvaða lán skuli greiða sérstaka vaxtastuðninginn og getur framteljandi gert það á tímabilinu 1.-30. júní 2024. Ef ekkert er valið verður fjárhæðin greidd inn á það lán sem er með hæstu eftirstöðvarnar, samkvæmt skattframtali.

Í júlí afhendir ríkisskattstjóri Fjársýslunni upplýsingar um sérstakan vaxtastuðning og inn á hvaða lán eða afborganir skal greiða. Fjársýslan miðlar upplýsingum til lánveitenda í ágúst.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skattsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri Múlaþings lýsir áhyggjum af afnámi tolla á skemmtiferðaskip – Hvert skip skilar 4 milljónum í kassann

Sveitarstjóri Múlaþings lýsir áhyggjum af afnámi tolla á skemmtiferðaskip – Hvert skip skilar 4 milljónum í kassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðaldra kona hnuplaði peningum úr sjóðsvélum fyrirtækisins sem hún starfaði hjá

Miðaldra kona hnuplaði peningum úr sjóðsvélum fyrirtækisins sem hún starfaði hjá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bíll logar á Reykjanesbraut – „Sátu bara þarna í hnipri úti í hrauni“

Bíll logar á Reykjanesbraut – „Sátu bara þarna í hnipri úti í hrauni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi