fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Félag Davíðs Viðarssonar úrskurðað gjaldþrota

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. júní 2024 11:30

Davíð Viðarsson eða Quang Le hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 5. mars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagið Vietnam Cuisine ehf., sem er í eigu umdeilda athafnamannsins Davíðs Viðarssonar, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag.

Umrætt félag var starfrækt utan um rekstur veitingakeðjunnar Pho Vietnam. Reksturinn var blómlegur á pappír og skilaði fyrirtækið ætíð hagnaði og átti talsvert af eignum.

Davíð, sem áður hét Quang Lé, var handtekinn ásamt nokkrum meintum samverkamönnum sínum þann 5. mars síðastliðinn vegna gruns um umfangsmikið mansal, peningaþvætti, skipulagða brotastarfsemi og brot á atvinnuréttindum útlendinga. Var veitingastöðum Pho Vietnam lokað sem rekstri annarra fyrirtækja Davíðs. Hefur hann setið í gæsluvarðhaldi síðan og var það á dögunum framlengt til 17. júní næstkomandi. Auk Davíðs sæta bróðir hans og eiginkona einnig gæsluvarðhaldi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi