fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Endurfjármögnun á íbúðaláni olli vandræðum fyrir kjósanda

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. júní 2024 14:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birtur hefur verið á vef Stjórnarráðsins úrskurður Úrskurðarnefndar kosningamála sem féll 31. maí síðastliðinn, daginn fyrir kjördag í forsetakosningunum. Úrskurðurinn varðar mál manns sem kærði ákvörðun Þjóðskrár sem synjaði beiðni hans um að vera á kjörskrá í Kópavogi í stað Reykjavíkur en hann hafði flutt lögheimili sitt frá síðarnefnda sveitarfélaginu til þess fyrrnefnda og þar með í annað kjördæmi, 20. maí en þá hafði kjörskrá verið gefin út. Útskýrði maðurinn þessar tilfæringar á lögheimili sínu svo skömmu fyrir kjördag með því að það hefði verið nauðsynlegt vegna endurfjármögnunar á íbúðaláni.

Maðurinn var ekki sá eini sem lenti í vandræðum með skráningu á kjörskrá í forsetakosningunum en fjölmiðlar greindu um helgina frá máli ungs manns sem hafði flutt lögheimili sitt frá Reykjavík til Norðurlands eystra 10. maí með þeim afleiðingum að hann  fékk ekki að kjósa á kjörstað í Þingeyjarsveit á kjördag. Sá maður hafði ekki orðið var við þá tilkynningu að kjósendur væru á kjörskrá þar sem þeir áttu lögheimili 24. apríl síðastliðinn og gerði sér því ekki grein fyrir fyrr en á kjördag að hann væri á kjörskrá í Reykjavík en ekki Norðausturkjördæmi.

Í málinu sem Úrskurðarnefnd kosningamála skar úr um virðist maðurinn sem málið varðaði ekki heldur hafa verið meðvitaður um að tímamörkin fyrir skráningu á kjörskrá væri 24. apríl. Ólíkt hinum manninum áttaði hann sig hins vegar á því fyrir kjördag að hann væri skráður á kjörskrá í Reykjavík en í úrskurðinum segir að hann hafi nýtt heimild sína samkvæmt lögum til að kæra ákvörðun Þjóðskrár um að hann yrði að vera á kjörskrá í Kópavogi en ekki Reykjavík.

38 dagar og endurfjármögnun

Í ákvörðun sinni vísaði Þjóðskrá til ákvæða kosningalaga um að viðmunardagur kjörskrár skuli vera 38 dagar fyrir kjördag og í tilfelli forsetakosninganna í ár hafi þessi dagur verið 24. apríl. Tilkynning mannsins um flutning lögheimilis frá Reykjavík til Kópavogs hafi borist Þjóðskrá 26. maí og verið skráð samdægurs með gildisdagsetninguna 20. maí 2024. Með vísan til þessa hafnaði Þjóðskrá beiðni mannsins um að vera skráður á kjörskrá í Kópavogi en ekki Reykjavík.

Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi í kæru sinni til nefndarinnar sagt að hann hefði átt lögheimili í Kópavogi í rúmt ár en aðeins flutt það um stundarsakir til Reykjavíkur til geta fengið í gegn endurfjármögnun á íbúðaláni, samkvæmt skilmálum viðskiptabanka hans. Þegar því ferli hafi verið lokið hafi hann flutt lögheimili sitt aftur til Kópavogs. Sagðist maðurinn hafa talið að skráning á kjörskrá miðaðist við skráð lögheimili um síðustu áramót en þá hafi hann verið með lögheimili í Kópavogi.

Úrskurðarnefnd kosningamála komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að kosningalög kvæðu skýrt á um að kjósendur væru á kjörskrá þar sem þeir hefðu verið með skráð lögheimili 38 dögum fyrir kosningar. Þar sem flutningstilkynning mannsins hafi borist eftir þann tíma sé ekki annað hægt en að staðfesta þá ákvörðun Þjóðskrár að synja beiðni mannsins um að vera skráður á kjörskrá í Reykjavík en ekki Kópavogi.

Ekki er vitað hvort maðurinn hafi látið sig hafa það að kjósa í Reykjavík á kjördag eða setið heima en væntanlega hefur það verið auðveldara fyrir hann en áðurnefndan mann sem reyndi að kjósa á kjördag í Þingeyjarsveit en var þá tilkynnt að hann væri á kjörskrá í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“