fbpx
Þriðjudagur 02.júlí 2024
Fréttir

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. júní 2024 13:26

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlit er fyrir að álag á Læknavaktina muni aukast enn frekar framvegis þar sem síðdegisvaktir lækna á heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins eru nú lagðar af.

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við RÚV að meiri áhersla verði lögð á símaráðgjöf í númerinu 1700 þar sem hjúkrunarfræðingur metur erindi og vísar þeim í réttan farveg. „Og þannig er hægt að fá tíma fyrir bráð erindi á öllum okkar heilsugæslustöðvum. Það sem við erum að gera er í raun og veru að færa síðdegisvaktirnar yfir á daginn,“ segir Sigríður Dóra sem metur breytinguna til bóta.

Síðdegisvaktir á heilsugæslum hafa verið þannig um að hægt var að mæta án þess að bóka tíma fyrirfram á svokallaða síðdegisvakt, frá klukkan 16 -18. Undirrituð þekkir þó af eigin raun að mæta klukkan 16 og ekki var tekið á móti fleirum þar sem búið var að fylla alla tíma. Í næsta skipti sem mætt var rúmlega kl. 15 var byrjað að bóka á síðdegisvaktina kl. 15.30 og náðist þá að hitta á lækni.

Margir sem til heilsugæslna þurfa að leita hafa kvartað undan því að fá aldrei tíma, alltaf sé allt uppbókað. Sigríður Dóra staðfestir við RÚV að svo sé raunin: „Það eru allar vikur alltaf fullar og við þurfum bara að finna einhverja leið í haust með hvernig fólk getur pantað tíma lengra fram í tímann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brá í brún þegar hann sá verðið – „Ég er yfir mig hneykslaður“

Brá í brún þegar hann sá verðið – „Ég er yfir mig hneykslaður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brynjar botnar ekkert í því hvers vegna það sé stórmál að rukka eldri borgara í sund – „Hvar annars staðar en á Íslandi?“ 

Brynjar botnar ekkert í því hvers vegna það sé stórmál að rukka eldri borgara í sund – „Hvar annars staðar en á Íslandi?“ 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fór að sækja dóttur sína til barnsföðurins en endaði á sjúkrahúsi – Opinn skurður á hnakka sem gapti og blæddi úr

Fór að sækja dóttur sína til barnsföðurins en endaði á sjúkrahúsi – Opinn skurður á hnakka sem gapti og blæddi úr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skattsvikara meinað að vera stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í einkahlutafélögum

Skattsvikara meinað að vera stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í einkahlutafélögum