fbpx
Þriðjudagur 02.júlí 2024
Fréttir

Nota lífbindiefni í malbik í fyrsta skipti á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. júní 2024 12:15

default

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var lokið við að leggja út tilraunamalbik á Reykjanesbraut, nálægt Vogaafleggjara. Lagðar voru út þrjár mismunandi tegundir malbiks, ein með venjulegu malbiki, ein með lífbindiefni sem er aukaafurð úr pappírsvinnslu og ein með lífbindiefni úr grænmetisolíum. 

Þetta er í fyrsta sinn sem lífbindiefni er notað í malbik með þessum hætti á veg hér á landi. Áður hefur verið lagt sambærilegt malbik á göngustíg í Hafnarfirði sem tókst vel, eins og segir í tilkynningu.

Malbikið er þróað af Colas og er tilraunin gerð í samvinnu við Vegagerðina en Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkir verkefnið.

„Svona lífbindiefni hafa verið notuð í malbik í Evrópu og það hefur verið rannsakað mikið á rannsóknarstofum,“ segir Björk Úlfarsdóttir, deildarstjóri umhverfis, gæða og nýsköpunar hjá Colas en hún stýrir verkefninu. Hún segir að þrátt fyrir að lífbindiefnin séu ólík  þá eigi þau það sameiginlegt að vera kolefnisneikvæð. „Sem þýðir að kolefnisspor biksins er að allt að 85% minna en kolefnisspor venjulegs biks,“ segir Björk.

jörk Úlfarsdóttir, deildarstjóri umhverfis, gæða og nýsköpunar hjá Colas

Auk þess að minnka kolefnisspor biksins þá mýkir lífbindiefnið malbikið. „Það verður sífellt erfiðara að fá bik sem hentar íslenskum aðstæðum,“ segir Björk. Auðlindir séu af skornum skammti og á Íslandi þurfi mýkra bik en þar sem hlýrra sé: „Þannig að ef vel tekst til með tilraunalögnina þá tryggjum við um leið efni í malbik til framtíðar,“ segir Björk.

Björk segir að fylgst verði mjög vel með öllum þremur malbiksblöndunum sem lagðar voru út í gær. „Allar blöndurnar verða sendar til óháðrar rannsóknarstofu þar sem þær verða ítarlega prófaðar. Við munum einnig fylgjast grannt með þróuninni á vegarkaflanum meðal annars með tilliti til hemlunarviðnáms og hjólfaramyndunar.“ 

Hún segir að bráðabirgðaniðurstöður ættu að liggja fyrir í haust en fylgst verður með þróuninni næstu fimm árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brá í brún þegar hann sá verðið – „Ég er yfir mig hneykslaður“

Brá í brún þegar hann sá verðið – „Ég er yfir mig hneykslaður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brynjar botnar ekkert í því hvers vegna það sé stórmál að rukka eldri borgara í sund – „Hvar annars staðar en á Íslandi?“ 

Brynjar botnar ekkert í því hvers vegna það sé stórmál að rukka eldri borgara í sund – „Hvar annars staðar en á Íslandi?“ 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fór að sækja dóttur sína til barnsföðurins en endaði á sjúkrahúsi – Opinn skurður á hnakka sem gapti og blæddi úr

Fór að sækja dóttur sína til barnsföðurins en endaði á sjúkrahúsi – Opinn skurður á hnakka sem gapti og blæddi úr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skattsvikara meinað að vera stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í einkahlutafélögum

Skattsvikara meinað að vera stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í einkahlutafélögum