fbpx
Þriðjudagur 02.júlí 2024
Fréttir

Freyja Haralds með þáttaröð á Rás 1 – „Ég vona að þið njótið vel“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. júní 2024 20:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyja Haraldsdóttir, réttargæslumaður fatlaðs fólk, er búin að gera útvarpsþáttaröðina Við eldhúsborðið. Þættirnir verða fimm talsins og hefst fá fyrsti á morgun, mánudaginn 1. júlí kl. 17.03 á Rás 1. Hugmyndin kviknaði í kórónuheimsfaraldrinum þegar hún hlustaði á sambærilega breska og bandaríska þætti. Guðrún Hálfdánardóttir ritstýrir þáttunum. Í færslu á Facebook segir Freyja: 

„Í gegnum þau 20 ár sem ég hef verið í einhverskonar aktivisma, persónulega og pólitískt, hef ég eytt ófáum stundum við eldhúsborðið, mitt eigið og annarra. Við eldhúsborðið höfum við skipulagt aðgerðir og skrifað greinar og yfirlýsingar, við höfum drukkið mikið kaffi, undirbúið dómsmál á þremur stigum og átt samtöl sem hafa breytt okkur. Við höfum grátið og hlegið og verið andlaus og full af krafti. Þar gerast töfrar.

Í heimsfaraldrinum hlustaði ég mikið á breska og bandaríska útvarpsþætti sem var stýrt af fötluðu fólki og það var svo hressandi að heyra fatlað fólk stjórna dagskránni og spurningunum og tala við annað fólk. Þá kveiknaði hugmyndin um útvarpsþáttinn Við eldhúsborðið þar sem ég vildi koma mér fyrir við slíkt borð og tala við langveikt og fatlað fólk um fötlunarréttlæti sem á sér stað í litlum og stórum skrefum, í gegnum baráttustarf og listsköpun, og í hversdagsleikanum – stundum við eldhúsborðið.

Og hér er hún komin þáttaröðin. Fyrsti þáttur af fimm verður á dagskrá kl. 17:03 á morgun, mánudag, á Rás 1.

Ég er ótrúlega þakklát Emblu vinkonu fyrir að gefa mér spark í rassinn í fyrra og segja mér að láta af þessu verða. Einnig þakka ég RÚV fyrir að vera til í þetta með mér og þá sérstaklega Guðrúnu Hálfdánardóttur sem ritstýrði þáttunum og sá um samsetningu. Þetta var lærdómsríkt ferli og ótrúlega skemmtilegt. Þá er ég auðvitað svo lánsöm með viðmælendur sem gáfu mér tíma sinn, lífsreynslu og þekkingu, ýmist við mitt eldhúsborð eða þeirra, og gerðu þessa þætti að því sem þeir eru.

Ég vona að þið njótið vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þjófagengi grunað um að stela 20 milljónum á ári frá skátunum – „Erlendir menn eru hreinlega sendir hingað í þetta“

Þjófagengi grunað um að stela 20 milljónum á ári frá skátunum – „Erlendir menn eru hreinlega sendir hingað í þetta“
Fréttir
Í gær

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar