fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Par svífst einskis í viðskiptum með þýfi – Segist vilja kaupa stolin hlaupahjól og býður fíkniefni til að sprauta í æð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. júní 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu birtist auglýsing í Facebook-hópnum Rafhlaupahjól á Íslandi þar sem maður óskar eftir kraftmiklu hlaupahjóli sem gjarnan má vera stolið, segir hann að það sé betra. Enn fremur býður maðurinn upp á efni til að sprauta í æð. Þessi dæmalausa auglýsing er hér fyrir neðan:

Umræddur maður er unnusti konu sem var í fréttum í síðustu viku vegna ásakana um þjófnað en hún hefur birt urmul söluauglýsinga á Facebook þar sem þjófstolnir munir eru boðnir til sölu, t.d. barnahjól, snjallsímar, verkfæri, rafskútur, hljómflutningstæki og margt fleira. Konan býr í félagslegu húsnæði í Vesturbæ Reykjavíkur.

Í dómasafni Héraðsdóms Reykjavíkur finnast þrír dómar með nafni konunnar sem sakbornings. Snúast þeir um þjófnaðarbrot og umferðarlagabrot. Meðal annars var konan sakfelld fyrir að hafa stolið laki, koddaveri og bol úr þvottahúsi í sameign fjölbýlishúss. Nýjasti dómurinn yfir konunni var kveðinn upp árið 2020 en hún hefur ekki verið ákærð fyrir þjófnaðarbrot undanfarið.

Maðurinn sem ofangreind auglýsing er merkt hefur setið í fangelsi undanfarna tíu daga. Ekki er fáheyrt að menn birti efni á samfélagsmiðlum úr fangelsum en heimildarmenn DV halda því fram að það sé í raun konan sem hafi birt auglýsinguna í gegnum FB-aðgang mannsins, í öllu falli hafi einhver annar en hann sjálfur birt auglýsinguna. Þetta er þó ekki staðfest.

Sömu einstaklingarnir ár eftir ár

Bjartmar Leósson, sem landsþekktur er fyrir baráttu sína gegn reiðhjólaþjófnuðum og öðrum þjófnaðarbrotum, segir að auglýsingin virki mjög sérkennileg á hann og raunar eins og einhver sé að reyna að koma höggi á manninn. Um það geti hann þó ekkert fullyrt. Málið allt lýsi hins vegar dapurlegum veruleika í samfélaginu sem ekki hafi verið brugðist við:

„Hvað sem býr að baki þessum pósti þá er þetta engu að síður raunveruleikinn hérna í Reykjavík. Stolnir hlutir eru notaðir til fíkniefnakaupa og þannig hefur þetta rúllað lengi, oftar en ekki hjá sömu einstaklingunum, ár eftir ár. Allir vita af þessu en enginn gerir neitt. Mér finnst það bara vera rosalega erfið tilhugsun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar

HM í handbolta er framundan – Þetta eru leikdagarnir hjá strákunum okkar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“

Leiðari Moggans í dag vekur athygli – „Í raun móðgun við Sjálfstæðisflokkinn“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns

Leyniskjöl varpa ljósi á skelfilega áætlun Pútíns
Fréttir
Í gær

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð
Fréttir
Í gær

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum