Eins og alþjóð veit var Halla Tómasdóttir kjörin forseti með nokkrum yfirburðum og fékk hún 34,15% fylgi á meðan Katrín Jakobsdóttir fékk 25,19% fylgi. Halla Hrund Logadóttir fékk svo 15,68% fylgi.
Hannes, sem hefur lengi verið virkur þátttakandi í stjórnmálaumræðu hér á landi, segir í fyrsta lagi um vinstri menn:
„Þeir telja sér trú um, að þeir hafi ráðið úrslitum með því að kjósa Höllu Tómasdóttur, en ekki Katrínu Jakobsdóttur, þótt allar líkur standi til þess, að í hæsta lagi 6% hafi gert það, enda hafði Halla fengið nær 28% atkvæða þegar árið 2016; hún átti að minnsta kosti það inni.
Og í öðru lagi segir hann:
„Þeir þeirra, sem þó gerðu þetta, ákváðu að kjósa auðuga kaupsýslukonu, sem býr að mestu leyti í Bandaríkjunum, á Bessastaði, fyrrverandi varafulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bankaráði Seðlabankans (þar sem ég sat með henni), í stað Katrínar, svo mikið var hatrið á Katrínu.“