fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fréttir

Vagnstjóri nefbrotinn þegar hann krafði farþega um fargjald – Hefur fjórum sinnum orðið fyrir árásum – „Þetta er ólíðandi framkoma“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. júní 2024 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var farþegi sem borgaði bara 31 krónu þegar hann átti að borga 630 krónur. Ég sagði honum að hann þyrfti að borga 600 krónur í viðbót en hann sagðist ekki borga. Ég hringdi á lögregluna og þá byrjaði hann að kýla mig. Hann nefbraut mig. Hann kýldi mig líka í brjóstkassann,“ segir vagnstjórinn Setegn Cherinet Melaku í viðtali við DV. Setegn varð fyrir fólskulegri líkamsárás er hann var við skyldustörf í fyrradag. Framkvæmdastjóri Strætó segist líta málið mjög alvarlegum augum.

Setegn var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeildina þar sem hann þurfti að bíða í marga klukkutíma eftir því að læknir hugaði að honum. „Þetta er í fjórða skiptið sem er ráðist á mig. Það eru margir farþegar sem vilja ferðast frítt en mín skylda er að innheimta fargjaldið og ef fólk borgar ekki verður það að fara úr vagninum. Ef vagnstjórinn krefst þess að það borgi þá eru sumir sem ausa yfir mann svívirðingum, hrækja á mann eða kýla mann. Núna líður mér þannig að ég vil hætta í uppáhaldsstarfinu mínu út af þessu. Þetta er eitthvað sem þarfnast athygli og þess vegna greini ég frá minni reynslu,“ segir Setegn í viðtali við DV.

Setegn er frá Eþíópíu en hefur búið í tíu ár Íslandi. Í átta ár af þeim tíma hefur hann starfað sem vagnstjóri hjá Strætó. Hann starfaði áður sem vagnstjóri í Eþíópíu. Honum líkar vel á Íslandi og segist hafa náð að venjast kuldanum sem hér ríkir óneitanlega, sérstaklega í samanburði við veðurfarið í heimalandi hans.

En framkoma sumra farþega sem vilja ferðast frítt er honum mikill þyrnir í augum. Eins og áður segir hefur verið ráðist á hann fjórum sinnum. „Ég veit ekki hvort þetta er sérstakt fyrir mig eða hvor allir bílstjórar lenda í þessu,“ segir hann.

Aðspurður segist hann vera í tveggja vikna veikindaleyfi frá Strætó vegna árásarinnar. Hann segist vegar þegar búinn að jafna sig líkamlega að nokkru leyti og hafi það sæmilegt. „En hugurinn er enn í miklu uppnámi út af þessu,“ segir hann.

Eitt skipti er of mikið

DV ræddi málið við Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó. Jóhannes segir árásir af þessu tagi sem betur fer ekki vera algengar. „Nei, þetta er ekki útbreitt vandamál kannski tölfræðilega séð en aftur á móti hefur þessi vagnstjóri lent í nokkrum tilfellum og við tökum þetta mjög alvarlega. Þetta er ólíðandi framkoma gagnvart starfsmönnum okkar sem eru að vinna sína vinnu. Við munum styðja hann að fullu í að kæra þetta mál og leiða það til lykta.“

Jóhannes bendir á að eitt atvik af þessu tagi sé einu of mikið. Hann segir málið hafa verið rætt á fundi með yfirmanni akstursdeildar á föstudagsmorgun. Málið sé tekið mjög alvarlega, Strætó hafi kallað til lögreglu vegna atviksins sem hafi brugðist fljótt og örugglega við.

DV spurði hvort umræddur vagnstjóri sé hugsanlega samviskusamari en aðrir við að láta menn ekki sleppa við borgun og lendi þess vegna oftar í áráum. „Það er erfitt að segja til um það. Við höfum alltaf sagt við okkar starfsfólk og vagnstjóra að reyna að koma sér aldrei í aðstæður sem þeir ráða ekki við. En það er erfitt að vita nákvæmlega hvenær það gerist. Þeim er ætlað að innheimta fjargjald og við treystum því og trúum að þeim sem nota almenningssamgöngur finnist gott að borga því það viðheldur þjónustustiginu. Við höfum líka, raunar sem afleiðingu af Covid, sett upp skýli í kringum vagnstjóra þeim til varnar, byggt í kringum þá þannig að það á að vera erfiðara að beita þá ofbeldi. Þarna hefur greinilega verið einbeittur brotavilji.“

Jóhannes segir að málið verði skoðað vel. „Við ætlum að heyra vel í honum og sjá hvernig þetta hefur myndast, við erum með myndavélar í flestum vögnunum og getum skoðað hvernig þetta atvikaðist. Eitt skipti er einu skipti of mikið, starfsmenn í opinberri þjónustu eiga að geta sinnt starfi sínu án þess að þurfa að óttast að það verði ráðist á þá,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af
Fréttir
Í gær

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjón drápu lamb á Snæfellsnesi – „Árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafjár“

Hjón drápu lamb á Snæfellsnesi – „Árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafjár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að gangast undir nýrnaígræðslu en fær ekki bóluefni niðurgreidd hjá Sjúkratryggingum – „Mér finnst þetta vera ómannlegt“

Þarf að gangast undir nýrnaígræðslu en fær ekki bóluefni niðurgreidd hjá Sjúkratryggingum – „Mér finnst þetta vera ómannlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“