fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fréttir

Hjón drápu lamb á Snæfellsnesi – „Árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafjár“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. júní 2024 14:55

Myndir: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær varð það hörmulega slys að ekið var á lamb við afleggjarann að Búðum á Snæfellsnesi. Þau sem ollu slysinu voru spænsk hjón, ferðamenn, sem voru að beygja inn á afleggjarann er lambið varð fyrir bíl þeirra. Guðrún Helga Stefánsdóttir greinir frá atvikinu í Facebook-hópnum „Bakland ferðaþjónustunnar“. Í skrifum sínum er hún gagnrýnin út í ferðamennina vegna aðgæsluleysis þeirra, en einnig út í lausagöngu búfjár við þjóðvegi. Guðrún segir í færslunni:

„Ég tilkynnti lögreglunni málið og sendi þeim myndir. Þau voru á löglegum hraða en árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafés. Þau töluðu bara spænsku og því hefðu þau pottþétt átt erfitt með að tilkynna málið sjálf.

 Taldi gott að láta vita af málinu hér ef ske kynni að eitthvert ykkar fengi þau í gistingu til sín en líka til að biðja ykkur um að brýna fyrir ferðamönnum að gæta sín á lausafé á Snæfellsnesi sem annarsstaðar.

 Hjónin voru miður sín rétt eins og við en við vorum líka reið yfir þessu gáleysi sem okkur sýndist þetta vera. Ég vona að þau muni í hið minnsta bæta bóndanum tjónið. Ath lambið var auðvitað í fylgd móður sinnar og annars lambs sem hlupu burt en gætu hæglega verið slösuð líka (lögreglan veit það).“

 Guðrún segir í samtali við DV að hún telji lausagöngu búfjár við þjóðvegi vera tímaskekkju sem ekki eigi að líðast:

„Það þarf að girða vel svo fé hlaupi ekki í veg fyrir bíla. Það er fénu, eigendum þess og okkur sem erum í umferðinni fyrir bestu. Það er algjör tímaskekkja að leyfa lausagöngu við þjóðvegi landsins miðað við þá miklu umferð sem er á sumrin. Á meðan við bíðum eftir úrbótum á girðingum má í hið minnsta setja upp fleiri skilti sem vara fólk við lausafé og lækka hámarkshraða á þeim vegum þar sem lausafé er að finna. Við sáum ekki eitt einasta lausafjárskilti og enga lækkun á hámarkshraða. Sem dæmi má nefna að það er 80 km hámarkshraði á sambærilegum vegum í Svíþjóð, þannig hafa þeir fækkað mannskæðum slysum í umferðinni.“

Guðrún greinir ennfremur frá því að töluvert mikið af fé hafi verið meðfram þjóðveginum á þessum kafla á Snæfellsnesinu í gær, í aðdraganda slyssins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af
Fréttir
Í gær

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“