fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fréttir

Strætóferðin hækkar á mánudag

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júní 2024 09:59

Mynd: Ernir Eyjólfsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gjaldskráin hjá Strætó hækkar á mánudag, þann 1. júlí. Nemur hækkunin 3,2% á stökum fargjöldum og 3,85% á tímabilskortum. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða 1.000 kr.

Ákvörðun varðandi gjaldskrá Strætó er tekin af stjórn félagsins eins og segir í tilkynningu frá Strætó. Ástæðan fyrir hækkun á gjaldskrá er meðal annars til að mæta almennum kostnaðarverðshækkunum hjá Strætó sem og hærri launakostnaði en einnig til að draga úr þörf á frekari hagræðingu í leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu.

Gjaldskrárbreyting hjá Vegagerðinni á landsbyggðinni

Samhliða gjaldskrárhækkun Strætó hefur Vegagerðin ákveðið að hækka einnig verð fyrir stök fargjöld í Strætó á landsbyggðinni. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hækkunin nemi 5,3% og fer stakt fargjald úr 570 kr. í 600 kr. Verð á tímabilskortum mun haldast óbreytt. Sem dæmi fer ferð frá Reykjavík til Akureyrar úr 12.540 kr. í 13.200 kr. og ferð frá Reykjavík til Keflavíkur úr 2.280 kr. í 2.400 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af
Fréttir
Í gær

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjón drápu lamb á Snæfellsnesi – „Árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafjár“

Hjón drápu lamb á Snæfellsnesi – „Árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafjár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að gangast undir nýrnaígræðslu en fær ekki bóluefni niðurgreidd hjá Sjúkratryggingum – „Mér finnst þetta vera ómannlegt“

Þarf að gangast undir nýrnaígræðslu en fær ekki bóluefni niðurgreidd hjá Sjúkratryggingum – „Mér finnst þetta vera ómannlegt“