fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Össur með kjánahroll eftir„stórslysið“ í nótt – „Mér leið satt að segja hræðilega“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. júní 2024 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu kappræður vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum fóru fram hjá CNN í nótt og komu vægast sagt illa út fyrir sitjandi forseta, Joe Biden, sem sækist eftir endurkjöri. Flokkur forsetans, demókrataflokkurinn, er í öngum sínum í dag en miðað við frammistöðu Biden í nótt hefur verulega dregið úr líkum á endurkjöri.

Fyrrum ráðherrann Össur Skarphéðinsson, segir að demókratar þurfi nýtt forsetaefni og það ekki seinna en núna. Hann skrifar færslu um kappræðurnar á Facebook:

„Ég horfði á kappræður þeirra Joe Biden og Donald Trump í nótt. Biden hefur sannarlega verið mjög afkastamikill og góður forseti, náð í gegn mörgum stórvirkjum á sviði lagasetninga, sem hafa þegar gjörbreytt stöðu orkuskipta. Efnahagsmálin eru á bullandi uppleið.“

Gapandi gamlingi

En Biden hafi ekki náð að koma því til skila hvað hann hefur gert fyrir efnahaginn. Hann mætti í nótt fyrrum forseta, Trump, sem dæmdur glæpamaður og að auki raðlygin. Trump fór í nótt fram með ítrekaðar lygar og rangfærslur en kom engu að síður betur út en forsetinn.

„Frómt frá sagt virkaði Biden hræðilega í kappræðunum. Hann birtist sem mjög gamall og þreyttur, hreyfði sig einsog háaldraður maður – sem hann er auðvitað að verða – undir miklu álagi. Rödd hans var hás og aðþrengd, og maður átti stundum erfitt með að greina bæði hvað hann sagði, og samhengið í hinum töluðu orðum.

Þegar hann var ekki í mynd meðan stjórnendur eða Trump höfðu orðið, hengdi hann hálfvegis haus, svipbrigðalaus með opinn hangandi munn einsog maður sér stundum á mjög gömlum mönnum á elliheimilum. Það fór um mig kjánahrollur undir umræðunum og mér leið satt að segja hræðilega meðan á þeim stóð. Biden var augljóslega þyngdur af ellibelgnum, og gamli bardagamaðurinn, sem oft leiftraði, og var stundum örskjótur að hugsa, með „one-liners“ á hraðbergi, var hvergi sjáanlegur.“

Varaforsetinn ekki skárri

Ekki hafi það hjálpað Biden að varaforseti hans, Kamala Harris, sé gífurlega óvinsæl og háfli verið „liðónýtur“ varaforseti.

„Menn hugsa með skelfingu til þess að hún þurfi e.t.v. að taka við keflinu af Biden á miðju kjörtímabilinu. Eftir kappræðurnar munu Repúblikanar leggja þunga áherslu á að vaxandi líkur séu á að Kamala verði forseti upp úr þurru, og það mun skaða stöðu Demókrata.

Fyrir demókrata voru kappræðurnar stórslys, „disaster“ jafnvel. Hinn gamli refur David Axelrod, helsti strategisti Barack Obama, þegar Biden var varaforseti, lét hafa eftir sér eftir kappræðurnar að nú hlytu demókratar að hugsa hratt um hvort og hvernig mætti skipta inn á nýju forsetaefni. Úr þessu gerist það ekki nema með samþykki Bidens sjálfs.

Gerist það hins vegar ekki hafa sigurlíkur Repúblikana með Trump í fararbroddi stóraukist með gærkvöldinu.“

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, furðar sig á vegferð demókrata.

„Demókratar segja að kosningarnar í haust snúist um framtíð lýðræðisins. Og bjóða upp á frambjóðanda til forseta sem er of gamall, þreyttir og lúinn til að sinna starfinu. Það virðist vera sem markmið flokksins sé að lýðræðið deyi með Joe Biden. Sem fyrst. Þetta er algjörlega óskiljanleg staða. Og því miður er ólíklegt að það sé nægt líf í þessum flokki, sem í reynd er aðeins klíka valdafólks í framboði, hafi vit eða kjark til að bregðast við. Það hefur alltaf verið heimskt að treysta á Bandaríkin, nú er það hrein sturlun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður Ellert Ólafsson sakfelldur fyrir stórfelld kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Hörður Ellert Ólafsson sakfelldur fyrir stórfelld kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla
Fréttir
Í gær

Fimm gistu í fangageymslu í nótt

Fimm gistu í fangageymslu í nótt
Fréttir
Í gær

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“