fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Lögreglumenn kolfelldu kjarasamning

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júní 2024 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lög­reglu­menn kol­felldu nýj­an kjara­samn­ing milli Landssambands lögreglumanna og ríkisins.

Á kjör­skrá voru 809 lög­reglu­menn og tóku 82,8% fé­lags­manna þátt í at­kvæðagreiðslunni, 67,91% þeirra sögðu nei en 30,9% já.

„Það er al­mennt mik­il reiði í lög­reglu­mönn­um vegna stofn­ana­samn­ings sem var gerður árið 2021. Þeim finnst hann ekki hafa verið virkjaður nægj­an­lega mikið og að ekki hafi verið staðið við hann,” seg­ir Fjöln­ir Sæ­munds­son, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna við Morgunblaðið. 

Segir hann lögreglumenn bera laun sín saman við landa­mæra­verði og toll­verði og telji sig ekki fá sambærileg laun. Lög­reglu­menn séu jafnframt ósátt­ir við að ekki sé greitt fyr­ir per­sónu­leg atriði eins og mennt­un og álag, en stofn­ana­samn­ing­ur­inn átti ein­mitt að tryggja það. Fjölnir segir laun lögreglumanna einnig ekki mæta of miklu álagi sem þeir vinna undir.

Nánar má lesa um málið á Mbl.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður Ellert Ólafsson sakfelldur fyrir stórfelld kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Hörður Ellert Ólafsson sakfelldur fyrir stórfelld kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla
Fréttir
Í gær

Fimm gistu í fangageymslu í nótt

Fimm gistu í fangageymslu í nótt
Fréttir
Í gær

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“