fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fréttir

Krefjast vaxtalækkunar tafarlaust

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júní 2024 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að Seðlabankinn hefji nú þegar vaxtalækkunarferli og skora á peningastefnunefnd að koma saman til aukafundar sem fyrst í því skyni.

Ársverðbólga er nú 5,8% og hefur ekki mælst lægri í tvö og hálft ár eða frá ársbyrjun 2022. Þá voru meginvextir Seðlabanka Íslands 2% en hafa síðan hækkað í 9,25% þar sem þeir hafa nú staðið í 10 mánuði, sem verða að óbreyttu orðnir 12 þegar næsta vaxtaákvörðun er á dagskrá 21. ágúst, þrátt fyrir að verðbólgan hafi lækkað um 43% frá því að hún náði hámarki í febrúar 2023. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

„Seðlabankinn er fyrir löngu kominn á algjörar villigötur með hávaxtastefnu sinni sem ekki stenst nokkra skoðun auk þess að valda heimilum og fyrirtækjum landsins stórfelldum skaða, sem þau verða lengi að jafna sig á.

Húsnæðisverð hefur verið stærsti drifkraftur verðbólgunnar og eina leiðin til að halda aftur af hækkun þess er að auka framboð húsnæðis. Vegna íþyngjandi fjármagnskostnaðar hefur samt dregið úr nýbyggingum og vaxtastefnan er þannig beinlínis farin að vinna gegn tilgangi sínum.“

Við krefjumst lægri vaxta!

Í tilkynningunni segir að „einhver „aumingjaleg” lækkun upp á brot úr prósentustigum væri ekki nóg í fyrsta skrefi heldur þarf að lækka vexti myndarlega strax til að koma í veg fyrir að illa fari, því það tekur langan tíma fyrir áhrif vaxtaákvarðana að koma fram hvort sem þær eru til hækkunar eða lækkunar.

Með vaxtastefnu sinni er Seðlabankinn að kæfa heimili og fyrirtæki landsins og það er kominn tími til að þau fái að ná andanum aftur.

Þau hafa borið nægar byrðar og bankarnir grætt nóg. Hingað og ekki lengra. Við krefjumst lægri vaxta!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af
Fréttir
Í gær

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjón drápu lamb á Snæfellsnesi – „Árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafjár“

Hjón drápu lamb á Snæfellsnesi – „Árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafjár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að gangast undir nýrnaígræðslu en fær ekki bóluefni niðurgreidd hjá Sjúkratryggingum – „Mér finnst þetta vera ómannlegt“

Þarf að gangast undir nýrnaígræðslu en fær ekki bóluefni niðurgreidd hjá Sjúkratryggingum – „Mér finnst þetta vera ómannlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Veðurstofureitur í auglýsingu – 200 íbúðir fyrir fjölbreyttan hóp borgara

Veðurstofureitur í auglýsingu – 200 íbúðir fyrir fjölbreyttan hóp borgara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„80 milljón króna íbúð er að hækka um svona 800 þúsund krónur á mánuði“

„80 milljón króna íbúð er að hækka um svona 800 þúsund krónur á mánuði“