fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fréttir

Kínverjar hóta að taka taívanska sjálfstæðissinna af lífi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. júní 2024 15:00

Kínverskir hermenn en Kínverjar eru ágengir við Taívan þessi misserin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar hóta að beita dauðarefsingum yfir taívönskum sjálfstæðissinnum. Þetta er hluti af auknum þrýstingi þeirra á eyríkið sjálfstæða en kommúnistastjórnin í Peking vill gjarnan koma Taívan undir kínversk yfirráð og segir eyríkið vera órjúfanlegan hluta af Kína. Skiptir þar engu að Taívan hefur aldrei verið hluti af Kína.

Kínversk stjórnvöld fara ekki leynt með andúð sína á Lai Ching-te, sem tók við embætti forseta Taívan í maí, og segja hann vera „aðskilnaðarsinna“. Blésu Kínverjar til stórrar heræfingar í kringum Taívan í tengslum við embættistöku nýja forsetans.

The Guardian segir að Taívanar hafi kvartað undan auknum þrýstingi af hálfu Kínverja síðan Lai sigraði í forsetakosningunum í janúar. Hafa Kínverjar aukið hernaðarumsvif sín nærri Taívan, gripið til viðskiptaþvingana og kínverska strandgæslan hefur auki eftirlit sitt nærri eyjum, sem eru nálægt Kína en undir taívönskum yfirráðum.

Í nýjum leiðbeiningum frá kínversku stjórninni segir að kínverskir dómstólar, saksóknarar og öryggisstofnanir eigi að refsa gallhörðum taívönskum sjálfstæðissinnum fyrir að kljúfa þjóðina. Refsa eigi þeim í samræmi við lög og verja þannig af festu fullveldi, samstöðu og yfirráð yfir landinu. Xinhua ríkisfréttastofan skýrði frá þessu á föstudaginn.

Í tilkynningu stjórnvalda segir að beita eigi dauðarefsingu yfir „forsprökkum“ sjálfstæðisbaráttu því þeir valdi ríkinu og þjóðinni sérstaklega miklu tjóni. Samkvæmt leiðbeiningum stjórnarinnar þá geta aðrir talsmenn sjálfstæðis hlotið fangelsisdóma, allt frá 10 árum til ævilangra.

Xinhua segir að nýju leiðbeiningar, sem tóku gildi á föstudaginn, hafi verið gefnar út í samræmi við gildandi lög, þar á meðal lög frá 2005 sem veita Kínverjum lagalegan rétt til að beita hervaldi gegn Taívan ef eyríkið segir skilið við Kína eða virðist ætla að gera það. Þessi lög eru þó ansi vafasöm því eins og áður sagði er Taívan sjálfstætt ríki og hefur aldrei verið hluti af Kína. Það voru landflótta Kínverjar sem stofnuðu Taívan þegar þeir biðu lægri hlut fyrir kommúnistum í borgarastyrjöld í Kína.

Taívönsk stjórnvöld brugðust við nýju fyrirmælunum með að hvetja Taívana til að láta Kínverja ekki hræða sig og bentu á að Kínverjar hafi nákvæmlega enga lögsögu yfir Taívan eða taívönsku þjóðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af
Fréttir
Í gær

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjón drápu lamb á Snæfellsnesi – „Árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafjár“

Hjón drápu lamb á Snæfellsnesi – „Árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafjár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að gangast undir nýrnaígræðslu en fær ekki bóluefni niðurgreidd hjá Sjúkratryggingum – „Mér finnst þetta vera ómannlegt“

Þarf að gangast undir nýrnaígræðslu en fær ekki bóluefni niðurgreidd hjá Sjúkratryggingum – „Mér finnst þetta vera ómannlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“