fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fréttir

Jónas sakar Möggu Stínu og fleiri um skrílslæti á 17. júní – „Sagði henni að hætta þessum sífelldu öskrum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. júní 2024 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Haraldsson lögfræðingur sakar tónlistar- og baráttukonuna Möggu Stínu og fleira fólk um skrílslæti á 17. júní síðastliðnum. Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu.

Jónas segir að hingað til hafi mátt ganga að friðsamlegum hátíðarhöldum á 17. júní vísum en núna hafi brugðið öðruvísi við:

„Mikið var mér brugðið þegar á Aust­ur­völl var komið. Búið var að gefnu til­efni að girða Aust­ur­völl af með stál­grind­um og fyr­ir aft­an þær stóðu lög­reglu­menn með stuttu milli­bili, viðbún­ir því að hugs­an­lega yrði gerð at­laga að ráðamönn­um þjóðar­inn­ar og hátíðargest­um, sem þar voru stadd­ir. Að svo sé komið mál­um að nauðsyn beri til vegna vænt­an­legra skrílsláta að vígg­irða þurfi Aust­ur­völl á þess­um þjóðhátíðar­degi okk­ar Íslend­inga er hneyksli.

Til þessa hafa hátíðar­höld­in 17. júní farið friðsam­lega fram. Fólk hef­ur mætt prúðbúið til að halda upp á og taka þátt í þess­um þjóðhátíðar­degi okk­ar Íslend­inga með friði og spekt, hvort held­ur viðstadd­ir hafi verið ánægðir með stjórn­völd á hverj­um tíma eða ekki eða þenn­an eða hinn boðsgest­anna, sem væru þar viðstadd­ir. Á Íslandi rík­ir tján­ing­ar­frelsi og mót­mæli heim­il, en það þýðir ekki jafn­framt, að til­gang­ur­inn geti helgað meðalið, eins og sum­ir virðast greini­lega halda.“

Jónas segir að framkoma Möggu Stína og fleira fólks undir hátíðarávarpi forsætisráðherra hafi verið til skammar og lýsir hann atvikinu svona:

„Fram til þessa eða í átta­tíu ár hef­ur aldrei borið á skríls­lát­um á Aust­ur­velli á þess­um merk­asta degi okk­ar Íslend­inga. Í þetta skiptið brá öðru­vísi við, þegar fá­menn­ur hóp­ur kvenna hóf flautu­blíst­ur og að æpa ókvæðisorð, sem beind­ust fyrst og fremst að ræðumanni dags­ins. Var ég þá stadd­ur fyr­ir aft­an þann, sem greini­lega var í for­ystu í þess­um skipu­lögðu mót­mæl­um, hina hvít­klæddu síöskr­andi konu. Ekki full­yrði ég um nafn henn­ar, þar sem ég man ekki hvort held­ur hún er kölluð Magga Stína eða Stína Magga. Sú kona kem­ur mér fyr­ir sjón­ir sem ástríðumót­mæl­andi, sem myndi vænt­an­lega mót­mæla öllu, sem upp í hug­ann gæti komið, jafn­vel þeim óheyri­lega drætti, sem orðið hef­ur á end­ur­komu frels­ar­ans, ef ekk­ert annað betra væri í boði. Aðal­atriðið virðist mér þó vera hjá henni að fá út­rás fyr­ir sýniþörf sína og at­hygl­is­sýki með til­heyr­andi hávaða.“

Jónas segir að þegar hann hafi reynt að þagga niður í Möggu Stínu hafi hún sakað hann um ofbeldi og klagað hann fyrir nærstöddum lögreglumanni:

„Að lok­um þraut þol­in­mæði mína þarna með því að ég ýtti sam­an­brot­inni regn­hlíf minni í brúna hliðartösku þess­ar­ar konu og sagði henni að hætta þess­um sí­felldu öskr­um. Brást hún illa við og ásakaði mig æp­andi um of­beldi í sinn garð og klagaði mig í lög­reglu­mann á staðnum. Nú var gott fyr­ir hana að geta leitað til lög­regl­unn­ar og eiga þar hauk í horni í erfiðleik­um sín­um.“

Jónas hneykslast á Möggu Stínu fyrir að hrópa ókvæðisorð að lögreglumönnum við skyldustörf og segir raunar að mótmælendur af hennar tagi geri fleira og verra en það:

„Ekki bara að æpa fúkyrði að lög­regl­unni við lög­mæt skyldu­störf sín við að vernda stjórn­völd fyr­ir þess­um uppi­vöðslu­seggj­um, held­ur hrækja á lög­reglu­menn­ina, grýta í þá hlut­um og gera allt sem í þeirra valdi hef­ur staðið til að tor­velda lög­regl­unni að gæta ör­ygg­is ráðamanna þessa þjóðfé­lags og jafn­framt að virðingu Alþing­is, sem er auðvitað hvort tveggja hluti af starfs­sviði lög­regl­unn­ar. Svona fram­komu er ekki hægt að rétt­læta eða þola og verður í framtíðinni að reyna að koma í veg fyr­ir. Á Íslandi rík­ir ekki skríl­ræði, þar sem fólki er heim­ilt að hegða sér eins og því sýn­ist hverju sinni.“

Í lok pistilsins þakkar Jónas lögreglumönnum fyrir val unnin störf í vanþakklátu hlutverki. Hann segist dást að þolinmæði og aga lögreglumanna í samskiptum við vanstillta mótmælendur sem hræki á þá og grýti þá. Óskar hann lögreglunni velfarnaðar í störfum hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af
Fréttir
Í gær

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjón drápu lamb á Snæfellsnesi – „Árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafjár“

Hjón drápu lamb á Snæfellsnesi – „Árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafjár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að gangast undir nýrnaígræðslu en fær ekki bóluefni niðurgreidd hjá Sjúkratryggingum – „Mér finnst þetta vera ómannlegt“

Þarf að gangast undir nýrnaígræðslu en fær ekki bóluefni niðurgreidd hjá Sjúkratryggingum – „Mér finnst þetta vera ómannlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“