fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fréttir

Gauti gáttaður á umræðunni – „Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. júní 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson hefur kært Ríkisútvarpið til menningar- og viðskiptaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, út af  kynhlutlausu málfari.

Kristján ræddi um málið í viðtali á Bylgjunni á dögunum þar sem hann sakaði RÚV um „hvorugkynssýki“ og sagði íslenskuna „dauðadæmda“ vegna hennar.

Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði, veltir því fyrir sér hvað vakir fyrir Kristjáni. Er það ást hans til tungumálsins eða er Kristján kannski að amast við því til hverra kynhlutlaus mál tekur tillit til. Gauti skrifar í grein hjá Vísi:

„Ég hef satt að segja verið gáttaður á ýmsu sem fram hefur komið í umræðunni sem mér sýnist ekki standa neina skoðun. Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar til menntamálaráðherra á hendur „fjölmörgum starfsmönnum“ RÚV þar sem hann vill meina að þeir brjóti lög „um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar“.“

Gauti veltir fyrir sér hver viðurlögin eigi að vera, verði kæra Kristjáns tekin til greina. Á að reka þá frá RÚV sem bjóða „öll velkomin“ frekar en „alla“?

Á að beita sömu hörku gegn þeim sem glíma við þágufallssýki? Þau sem sletta á ensku? Eða fólk af erlendum uppruna sem talar ekki lýtalausa íslensku?

„Og hver er þá málathöfnin í þessum málatilbúnaði Kristjáns? Enginn vafi leikur á að hér sé um málathöfn að ræða, kæra er krafa um að eitthvað verði gert í tilteknu máli. Fyrir hver eru málnotendur að nota hvorugkyn í almennri merkingu í stað karlkyns og segja öll og sum en ekki allir og sumir? Jú, það er verið að forðast karlkynið í þessari almennu merkingu til að taka tillit til kvenna og kynsegin fólks. Við því er amast af ofsa og ákefð sem gengur svo langt að kæra er send til menntamálaráðherra á hendur fólki sem ætti að hafa fullt málfrelsi til að beita fyllilega eðlilegri íslensku eftir eigin höfði. Getur verið að ofsinn í þessum umræðum felist í því til hverra er tillit tekið er til frekar en ógurleg ást á íslenskri tungu?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af
Fréttir
Í gær

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjón drápu lamb á Snæfellsnesi – „Árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafjár“

Hjón drápu lamb á Snæfellsnesi – „Árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafjár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að gangast undir nýrnaígræðslu en fær ekki bóluefni niðurgreidd hjá Sjúkratryggingum – „Mér finnst þetta vera ómannlegt“

Þarf að gangast undir nýrnaígræðslu en fær ekki bóluefni niðurgreidd hjá Sjúkratryggingum – „Mér finnst þetta vera ómannlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Veðurstofureitur í auglýsingu – 200 íbúðir fyrir fjölbreyttan hóp borgara

Veðurstofureitur í auglýsingu – 200 íbúðir fyrir fjölbreyttan hóp borgara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„80 milljón króna íbúð er að hækka um svona 800 þúsund krónur á mánuði“

„80 milljón króna íbúð er að hækka um svona 800 þúsund krónur á mánuði“