fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júní 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir íslensk heimili greiða 5% meira í vaxtagreiðslur af húsnæðisláni en nágrannaþjóðirnar Færeyjar og Danmörk. Breytilegir vextir húsnæðislána á Íslandi eru nú á bilinu 9-11%, sem er tvöfalt hærra en í Færeyjum (og þrefalt hærra en í Danmörku). 

„Það þýðir að íslenskt heimili sem skuldar 40 mkr. í húsnæðislán greiðir 167 þúsund krónur hærri upphæð í vexti á mánuði en færeyskt heimili sem skuldar sambærilega upphæð, og 223 þúsund krónur á mánuði hærri upphæð en danskt heimili.“

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna

Breki segir í færslu á Facebook að upp úr þurru hafi samkvæmisleikurinn „Frúin í Þórshöfn“ verið uppfærður:

„Margfaldaðu 50.000 með fjölda milljóna króna sem þú skuldar í húsnæðislán. Ef lánið þitt stendur í 10 milljónum, er upphæðin 500.000 kr. Standi það í 20 millljónum er upphæðin 1 milljón kr. og svo framvegis.

Þetta er upphæðin sem þú greiðir árlega í vexti af húsnæðisláninu þínu umfram það sem Færeyingar greiða. Ímyndaðu þér svo hvað þú getur gert við peningana sem þú myndir spara ef vextir á íslandi væru á pari við vexti í Færeyjum. Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!

Þarna munar fimm prósentustigum, eða 50.000 krónur á hverja lánsmilljón í vaxtagreiðslur á ári. Þegar fyrst var boðið upp á leikinn fyrir sjö árum, var þessi munur 40% lægri. Vaxtamunurinn var „einungis“ 3% árið 2017.“

Breki segir fréttir af lægri verðbólgu jafn mikið fagnaðarefni og hátt viðvarandi vaxtastig er mikið áhyggjuefni. Breytilegir vextir húsnæðislána á Íslandi eru nú á bilinu 9-11%, sem er tvöfalt hærra en í Færeyjum (og þrefalt hærra en í Danmörku).

„Að lokum stendur eftir fimmprósenta spurningin: Af hverju eru vextir á Íslandi svona miklu hærri en í Færeyjum? (Bónusspurning: Af hverju er vaxtamunurinn meiri en áður?)

Svörum henni, göngum í að laga það og spörum íslenskum heimilum dágóðar summur.“

Breki birti meðfylgjandi mynd með færslunni en hann segir myndina svar myndavitvélar við spurningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður Ellert Ólafsson sakfelldur fyrir stórfelld kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Hörður Ellert Ólafsson sakfelldur fyrir stórfelld kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla
Fréttir
Í gær

Fimm gistu í fangageymslu í nótt

Fimm gistu í fangageymslu í nótt
Fréttir
Í gær

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“