fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fréttir

Fór að sækja dóttur sína til barnsföðurins en endaði á sjúkrahúsi – Opinn skurður á hnakka sem gapti og blæddi úr

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. júní 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rifrildi foreldra stúlku er móðurin kom til að sækja hana eftir helgardvöl hjá föður barnsins endaði með blóðugum hætti. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem féll þann 26. júní.

Barnsfaðirinn var þar ákærður fyrir brot í nánu sambandi, en til vara líkamsárás, gagnvart fyrrverandi maka sínum og  barnsmóður, með því að hafa, fimmtudaginn 20. apríl 2023, við útidyrahurð á heimili sínu, slegið hana a.m.k. tvisvar sinnum í andlitið, þannig að konan féll aftur fyrir sig og skall með hnakkann á steyptar tröppur, en í kjölfarið tók ákærði um háls hennar með annarri hendi og hélt henni í jörðinni. Voru afleiðingar árásarinnar þær að konan hlaut opinn skurð á hnakka sem gapti og blæddi úr, kúlu á hnakka, sprungna neðri vör, mar og yfirborðsáverka umhverfis munn, auk þess sem hún var með mikið blóð á andliti í kjölfar árásarinnar.

Maðurinn neitaði sök, sagði konuna hafa ráðist á sig og útskýrði áverka hennar með þeim hætti að hún hefði líklega fallið í tröppunum. Framburður hans þótti ekki trúverðugur.

Konan gaf lögreglu skýrslu á sjúkrahúsi skömmu eftir atburðinn (lögregla var kölluð á vettvang og maðurinn handtekinn) en þar voru saumuð fjögur spor í hnakka hennar. Hún var með sjáanlega áverka í andliti, skurð á hnakka og blóð í hárinu. Í texta dómsins segir: „Brotaþoli tjáði lögreglu að ákærði, sem væri barnsfaðir sinn og fyrrverandi eiginmaður, hefði ráðist á sig á heimili hans þar sem hún hefði verið að sækja dóttur þeirra, sem ekki hefði orðið vitni að atburðum, því hún hefði verið komin út í bíl að bíða eftir brotaþola ásamt vini brotaþola. Þau hefðu heyrt læti frá íbúðinni, komið og farið með brotaþola beint á spítala.“

Konan lýsti því jafnframt að komið hefði til rifrildis á milli hennar og hins ákærða eftir að barnið var farið út í bíl: „Þegar dóttir þeirra hefði verið farin út hefði brotaþoli öskrað á ákærða vegna þess hve ósnyrtilegt heimili hans væri og skítur úti um allt. Kvaðst hún hafa opnað útidyrnar til að fara út og hafa ýtt við ákærða sem hafi þá kýlt hana í andlitið með krepptum hnefa með þeim afleiðingum að vörin sprakk. Brotaþoli kvaðst þá hafa reynt að kýla ákærða á móti en hann hefði kýlt hana aftur tvívegis með krepptum hnefa og við seinna höggið hefði hún dottið aftur fyrir sig á steyptar tröppur og við það fengið gat á hnakkann. Þá hefði hún öskrað og vinur hennar komið en ákærði hefði þá lokað hurðinni. Því næst hefði vinur hennar keyrt hana á […]. Hann hefði ekki orðið vitni að atvikum en komið þegar hann heyrði hana kalla. Brotaþoli kvaðst vilja kæra ákærða og fara með málið alla leið þar sem hún væri búin að fá nóg af ástandinu.“

Langur sakaferill

Í dómnum var rifjaður upp sakaferill ákærða sem nær frá árinu 1985. Kemur fram að hann var dæmdur fyrir ofbeldisbrot árið 2011, auk þess sem hann hefur verið sakfelldur fyrir ýmis önnur brot.

Var maðurinn dæmdur í fimm mánaða fangelsi og til að greiða konunni tæplega 433 þúsund krónur í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af
Fréttir
Í gær

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið
Fréttir
Í gær

Hjón drápu lamb á Snæfellsnesi – „Árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafjár“

Hjón drápu lamb á Snæfellsnesi – „Árvekni var ekki góð og þau ómeðvituð um hættuna af völdum lausafjár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að gangast undir nýrnaígræðslu en fær ekki bóluefni niðurgreidd hjá Sjúkratryggingum – „Mér finnst þetta vera ómannlegt“

Þarf að gangast undir nýrnaígræðslu en fær ekki bóluefni niðurgreidd hjá Sjúkratryggingum – „Mér finnst þetta vera ómannlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“