fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. júní 2024 19:03

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa hefur slegið á fingur lögmannsstofunnar Esju Legal. Esja Legal er rekstraraðili þjónustunnar flugbætur.is sem sækir bætur fyrir neytendur sem hafa lent í því að flugi þeirra sé seinkað, það fellt niður eða yfirbókað.

Lögum samkvæmt hafa neytendur 14 daga til að falla frá samning án þess að þurfa að bera af því kostnað. Öðru máli gegnir þó ef neytandi óskar sérstaklega eftir því að þjónusta hefjist áður en þessi frestur rennur út. Skilmálar flugbóta.is kváðu þó á um að með því að samþykkja skilmála vefsíðunnar væri notandi samhliða að staðfesta það að hann óski sérstaklega eftir því að veiting þjónustu hefjist áður en frestur til að falla frá samningi rennur út.

Gerðu athugasemdir við verðskrá

Neytendastofa taldi þetta villandi framsetningu. Þarna væri notandi látinn semja frá sér lögbundinn rétt án þess að honum væri nægjanlega ljóst hvað hann væri að semja frá sér. Þetta gerði að verkum að ef notandi féll frá samningi við flugbætur.is innan 14 daga þá gat hann engu að síður verið rukkaður um 25% af væntum bótum flugfélags.

Neytendastofa gerði eins athugasemd við skort á upplýsingum um endanlegt verð þjónustunnar. Á vefsíðunni hafi þóknun verið tilgreind sem prósentuhlutfall af bótagreiðslu, og tekið fram að við þá fjárhæð bætist virðisaukaskattur, eða með öðrum orðum þá voru ekki gefnar upp krónutölur.  Neytendastofa rakti að lög gera kröfu um að neytandi fái upplýsingar um endanlegt verð þjónustu á skýru og skiljanlegu máli. Hjá flugbótum.is. þurfti neytandi að smella á sérstakan hlekk í umsóknarferli, fara þaðan í skilmála félagsins og lesa sig í gegnum þá til að finna út endanlegt verð þjónustunnar.

Þjónustuveitendur séu þar að auki skyldugir til að birta verðskrá með endanlegu verði sem skal birta með áberandi hætti. Verðskrá eigi þar fyrir utan að vera skýr, aðgengileg og greinileg. Með verði er átt við verð þjónustu að viðbættum virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum.

Esja Legal hafi birt verðskrá en það sé erfitt að finna hana. Þar með sé brotið gegn lögum. Esja Legal hafi því ekki veitt neytendum upplýsingar um endanlegt verð þjónustu og ekki birt verðskrá á áberandi hátt. Með því að birta bara prósentuhlutfall og taka fram að við það bætist virðisaukaskattur hafi skilyrðum laga um skýrleika ekki verið fullnægt.

Esja legal hafi líka áskilið sér rétt til að höfða mál fyrir hönd umbjóðenda án þess að gera þeim sértaklega viðvart um málshöfðun. Þetta taldi Neytendastofa aðfinnsluvert. Lögmenn séu í yfirburðastöðu gagnvart umbjóðendum hvað varðar þekkingu um kostnað sem getur fylgt málshöfðun. Ef flugbætur.is tapa máli fyrir dómstólum sitji notendur uppi með málskostnað án þess að hafa vitað af málaferlunum, eða samþykkt að taka áhættuna sem málaferlunum fylgi. Neytendastofa telur þetta vera óréttmæta viðskiptahætti sem séu bannaðir með lögum.

Tveggja vikna frestur til úrbóta

Segir í tilkynningu Neytendastofu:

„Í svörum Esju Legal kom m.a. fram að staðfesting umsækjanda á að hann hafi lesið, skilið og samþykkt skilmála þess feli í sér ótvírætt samþykki hans á skilmálunum sem og sérstaka ósk um að þjónusta sé veitt áður en frestur til að falla frá samningi rennur út.

Þá brást félagið við athugasemdum Neytendastofu um verðupplýsingar og viðskiptahætti þess með því að gera breytingar á skilmálum og vefsíðu sinni.

Niðurstaða Neytendastofu var sú að Esja Legal hafi veitt neytendum rangar og villandi upplýsingar um lögbundin réttindi neytenda og ekki birt endanlegt verð þjónustu á forsíðu og rétt áður en neytandi gengur frá kaupum. Þá komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að Esja Legal hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að áskilja sér rétt til að tilkynna neytanda ekki sérstaklega um málshöfðun áður en mál er höfðað fyrir hans hönd.

Esju Legal hefur verið bannað að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti og þeim fyrirmælum beint til félagsins að koma skilmálum á vefsíðunni flugbætur.is í viðeigandi horf og birta endanlegt verð á forsíðu félagsins og umsóknarferli notanda. Verði það ekki gert innan tveggja vikna skal félagið greiða dagsektir þar til farið hefur verið að ákvörðun stofnunarinnar.“

Enginn hafi setið uppi með málskostnað

Að sögn Stefáns Þórarinssonar hjá flugbótum.is fengu þau ákvörðun Neytendastofu í hendur fyrir rétt rúmri viku. Síðan þá hefur verið unnið að því að bregðast við ákvörðuninni. Stefán tekur skýrt fram að enginn umbjóðandi flugbóta.is hefur lent í því að þurfa að borga málskostnað vegna þess að mál hafi tapast fyrir dómstólum. Nú verður áfram unnið að því að bæta verkferla í samræmi við ákvörðun Neytendastofu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður Ellert Ólafsson sakfelldur fyrir stórfelld kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Hörður Ellert Ólafsson sakfelldur fyrir stórfelld kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla
Fréttir
Í gær

Fimm gistu í fangageymslu í nótt

Fimm gistu í fangageymslu í nótt
Fréttir
Í gær

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“