fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. júní 2024 16:57

Heiðar Örn Vilhjálmsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness í einu frægasta heimilisofbeldismáli síðari ára og nafngreindi um leið sakborninginn, Heiðar Örn Vilhjálmsson, sem naut nafnleyndar í dómi Héraðsdóms í fyrra.

Málið vakti gífurlega athygli er það kom upp í fyrra vegna hins einstaklega hrottafulla ofbeldis sem lýst var í ákæru. Heiðar Örn gerðist meðal annars sekur um að ráðast á eiginkonu sína á brúðkaupsnóttina. Í árás sem varð síðar skaðaði hann leggöng hennar og endaþarm með hryllilegri atlögu. Einni hrottalegustu árás Heiðars á konuna var lýst svo í 1. lið ákærunnar gegn honum:

„Að morgni laugardagsins 25. febrúar 2023 veist með ofbeldi að A og haft við hana kynferðismök önnur en samræði án hennar samþykkis, með því að hafa slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, hrint henni í gólfið og þar ítrekað og víðsvegar sparkað í og traðkað á líkama hennar þar sem hún lá, skyrpt á hana og haldið henni fastri í gólfinu, m.a. með því að setja hné sitt á bringu hennar, þrengt að hálsi hennar þannig að hún átti erfitt með að anda, lamið og klipið hana á nára og kynfærasvæði, á rass og á innanverð læri, rifið utan af henni buxur og nærbuxur og stungið hönd sinni eða öðrum hlut ítrekað djúpt inn í leggöng hennar og endaþarm, allt með þeim afleiðingum að A hlaut grunnt gapandi sár á hnakka, sprungna neðri vör, mar á vinstra augnloki, kúlu á vinstri augabrún, mar og kúlur í hársverði, rispur vinstra megin á enni, mar 2 á hægra eyra og húðblæðingu aftan eyrans, mar á hægri og vinstri kinn og húðblæðingu bakvið vinstra eyra, mar við kjálkabarð vinstra megin frá höku að eyra og hægra megin á höku, mar á hálsi hægra megin og nokkuð fram á miðju hálsins, mar yfir neðsta hluta höfuðvendi vöðvans sem gekk niður yfir viðbeinssvæðið hægra megin og yfir á efsta hluta hægri brjóstkassans, mar á vinstri hlið hálsins, mar á hægra brjósti og efst á brjóstinu út að öxl, mar á vinstra og hægra nárasvæði og efst á vinstri hluta klyftarhæðarinnar, mar á innanverðum lærum, sár miðlægt á hægri innri skapabarmi, í botni sársins, sem gapir, sást rauður og rakur vefur, mar á vinstri og hægri rasskinn, tvær til þrjár húðsprungur við endaþarmsopið, mar á hægra handarbaki, vinstri úlnlið, vinstri framhandlegg og á vinstri upphandlegg, mar á hægri og vinstri fótlegg, þrjú rifbeinsbrot, auk þessa missti hún hægðir við atlöguna og hlaut lífshættulegan áverka þegar smágirni rofnaði, mældist rofið um 2 sentimetrar, og í kviðnum sást frír vökvi og þarmainnihald ofan lifrar og í grindarholi, þá voru víða merki um lífhimnubólgur.“

Konan þurfti að gangast undir bráðaaðgerð vegna ofbeldis Heiðars Arnar og dveljast í tvo mánuði á gjörgæsludeild. Fyrir dómi lýsti hún hinum ákærða sem stjórnlausum og djöfli í mannsmynd.

Miklar afleiðingar fyrir brotaþola

Eins og DV greindi frá í fyrra telja sérfræðingar sem báru vitni fyrir héraðsdómi í málinu að ofbeldi Heiðars gegn eiginkonu hans muni hafa langvarandi afleiðingar fyrir hana:

„Sérfræðingar báru vitni fyrir dómi og sagði sálfræðingur sem brotaþoli hefur gengið til atburðinn [þann 25. febrúar] sem og „fleiri meint ofbeldisatvik af hendi meints geranda í sambandinu hafa haft víðtæk áhrif á líðan brotaþola og ekki hægt að segja til með vissu hver áhrif meints brots verða þegar til lengri tíma er litið.“ 

Geðlæknir greindi frá að í heimsókn til hans í byrjun nóvember 2022 hafi brotaþoli sagst búa við stöðugt andlegt ofbeldi af hálfu ákærða og hún þurfi að sitja og standa eins og hann vilji en annars verði hann reiður, skammi hana og geri lítið úr henni. Þá lýsti brotaþoli því fyrir geðlækninum að hún væri mjög mótfallin endaþarmsmökum því þau yllu henni óþægindum og ómældum sársauka en ákærði segði allt kynlíf þeirra ónýtt ef hann fengi ekki að stunda endaþarmsmök með brotaþola.“

Landsréttur sýknaði að hluta og lækkaði bætur

Í Héraðsdómi var Heiðar Örn sakfelldur í öllum ákæruliðum, alls 13 talsins. Landsréttur sýknaði hann hins vegar í einhverjum ákæruliðum sem hann taldi ekki fullsannaða. Hins vegar er refsingin óbreytt, 8 ára fangelsi. Á hinn bóginn lækkaði Landsréttur miskabætur sem Heiðar var dæmdur til að greiða konunni úr 7 milljónum króna niður í 6 milljónir.

Landsréttur segir í úrdrætti sínum úr dómnum að Heiðar Örn eigi sér engar málsbætur:

„Með hinum áfrýjaða dómi var H sakfelldur samkvæmt ákæru en fyrir Landsrétti var hann sýknaður að hluta. Í dómi Landsréttar var meðal annars tekið fram að brotin sem H væri sakfelldur fyrir væru mörg og gróf og ekki færi á milli mála að A hefði búið við alvarlegt ógnar- og óttaástand, þjáningu og kúgun, þar sem H  misnotaði  freklega  yfirburðastöðu  sína  gagnvart  henni  og  beitti  hana  ítrekað ofbeldi með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á heilsu, líðan og velferð hennar. H ætti  sér  engar  málsbætur.  Tekið  var  fram  að  H  hefði  verið  sakfelldur  fyrir  alvarlegustu  brotin sem honum væru gefin að sök í ákæru og í ljósi alvarleika þeirra þætti rétt að staðfesta  niðurstöðu  hins  áfrýjaða  dóms  um  refsingu.  Var  H  dæmdur  til  átta  ára fangelsisrefsingar. Þá var honum gert að greiða A 6.000.000 króna í miskabætur.“

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður Ellert Ólafsson sakfelldur fyrir stórfelld kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Hörður Ellert Ólafsson sakfelldur fyrir stórfelld kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla
Fréttir
Í gær

Fimm gistu í fangageymslu í nótt

Fimm gistu í fangageymslu í nótt
Fréttir
Í gær

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“