fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. júní 2024 09:15

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sá kraftur og þor sem landnámsfólk sýndi með því að rífa sig upp og fara út í óvissuna getur hafa verið birtingarmynd ofvirkni, að framkvæma fyrst og hugsa svo. Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni, fólki sem var harðduglegt, eldklárt og útsjónarsamt þegar kom að því að bjarga sér og um leið svo þrjósk og þver að þau neituðu að gefast upp þegar kom að því að búa í harð- og strjábýlu landi. Mögulega hafa þessir eiginleikar sem við bæði lofum og löstum erfst og ýmist magnast eða dofnað í ættbogum svo öldum skiptir,“

segja Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í VG, og Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, oddviti VG og óháðra í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs VG, í grein sinni á Vísi.

„Getur verið að víkingarnir sem réðu hér öllu um þar síðustu aldamót hafi verið meira og minna ofvirkir? Að þeir hafi siglt yfir úfin höf vegna þess að þeir voru mögulega búnir að brenna allar brýr að baki sér eða fengu einfaldlega þessa frábæru hugmynd og létu vaða! “

Telja þær að þetta gæti skýrt hvers vegna dágóður hópur Íslendingar er með ofvirkni, sem er truflun í boðefnakerfi heilans og að miklu leyti arfgengt. Segja þær að talið er að 5-10% barna á Íslandi séu með ADHD eða um 4500 – 9000 börn af tæplega 90 þúsund börnum. „Samkvæmt svari ráðherra heilbrigðismála eru um 8 þúsund börn og ungmenni 18 ára og yngri á lyfjum vegna ofvirkni. Hvers vegna er verið að fárast yfir lyfjanotkun þegar tölur sýna að það er í takt við þann fjölda sem áætlað er að sé með ofvirkni?“

Búið að stórskaða málaflokkinn

Segja þær umræðu ráðamanna á opinberum vettvangi búna að stórskaða ímynd málaflokksins og fordóma í samfélaginu einkennast af vanþekkingu og ýta undir frekari vanmátt þeirra sem eru með ofvirkni. 

„Slíkir fordómar eru upplýstri þjóð til skammar. Að tjá sig um eitthvað sem viðkomandi hefur hvorki upplifað né reynt á eigin skinni og án þekkingar á fræðum eða faglegri hlið málaflokksins er það einnig. Lágmarks krafan hlýtur alltaf að vera sú að ráðamenn kynni sér málið til hlítar og fá til samtalsins þau sem kljást við einkenni og afleiðingar ofvirkni alla daga.“

Lyf ekki eina leiðin

Þær segja lyf hjálpa mörgum, en séu ekki endilega eina leiðin. „Skipulag skiptir miklu máli, að hafa góða greiningu til að styðjast við í leik-, grunn- og framhaldsskóla og fá stoðþjónustu við hæfi. Hollt mataræði og hreyfing eru mikilvæg atriði, en eitt áhyggjuefni er einmitt að aðeins 38% nemenda í 6.-10. bekk taka þátt í tómstundum samkvæmt umboðsmanni barna, en hreyfing getur verið eitt af lykilatriðum þess að takast á við ofvirkni. Ef þetta allt er til staðar, sem og gott samstarf heimilis og skóla og jafnvel lyfjagjöf getur barn og ungmenni með ofvirkni átt dásamlegt og innihaldsríkt líf.“

„Börn og ungmenni með ofvirkni eru nefnilega ekki sjaldgæf, skrítin, óalandi eða óferjandi. Þau eru stór hópur allskonar barna og ungmenna með fjölbreytta hæfileika og áhugamál sem vilja einfaldlega tilheyra og fá svigrúm og tækifæri til að vera viðurkennd eins og þau eru. Að samfélagið gefi sér tíma til að fræðast og taka tilliti til þeirra þarfa.“

Þær segja umræðu um fjölda greininga ekki hjálpa neinum. „Það ræður enginn því hvernig taugakerfi viðkomandi er samansett en að gagnrýna aðferðir og lyf sem gera ofvirkum kleift að lifa lífi sínu með meiri reisn, sjálfstrausti og sjálfstjórn er vanhugsað.

Ofvirkni getur nefnilega verið ofurkrafturinn sem þarf til að ná langt og framkvæma án hiks og hugmyndirnar geta orðið svo ótal margar. Þegar kemur að því að virkja þær þarf viðkomandi oft stuðning og þar þarf að huga að styrkleikum og áhugamálum, samskiptum og félagslegri stöðu.“

Segja þær mikilvægt að vera góðar fyrirmyndir, fræðast og taka tillit til fjölbreyttra þarfa og vera þannig hluti af styðjandi samfélagi fyrir öll börn. „Búum svo um hnútana að þegar fullorðinsárin taka við og fólk með ofurkrafta fer út í lífið liti það heiminn fjölbreyttum litum, fullt sjálfstrausts og með sterka sjálfsmynd.“

Greinina má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla
Fréttir
Í gær

Fimm gistu í fangageymslu í nótt

Fimm gistu í fangageymslu í nótt
Fréttir
Í gær

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“