fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti: Ásgeir Þór fær 5 ár fyrir tilraun til manndráps

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. júní 2024 15:17

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Þór Önnuson var í dag dæmd­ur í fimm ára fang­elsi fyr­ir til­raun til mann­dráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot, vegna skotárás­ar á heim­ili í Hafn­ar­f­irði síðasta aðfanga­dags­kvöld. 

Tveir aðrir karlmenn hlutu annars vegar 30 mánaða fangelsi og hins vegar eins árs skilorðsbundinn dóm, báðir fyrir að hafa aðstoðað Ásgeir Þór við verknaðinn.

Dómurinn var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í Héraðsdómi Reykja­ness í dag.

Ásgeir Þór var ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa ásamt öðrum manni ruðst grímuklæddur inn á heimili fjölskyldu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld árið 2023. Er hann sagður hafa skotið þar án viðvörunar samtals sex skotum úr skammbyssu að níu ára stúlkubarni og föður hennar en faðirinn skýldi barninu á meðan skothríðinni stóð. Fjögur skot höfnuðu á vegg hægra megin við inngang herbergisins þar sem þau breyttu um stefnu inn í stofuna þannig að ákoma myndaðist á glerplötu sófaborðs og innra byrði rúðu brotnaði. Eitt skot fór í gegnum hægri hurðarstaf og inn í svefnherbergi barnsins þar sem það endaði á milli miðstöðvarofns og gluggakistu.

Sjá einnig: Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Í ákæru er Ásgeir Þór sakaður um að hafa á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu allra í íbúðinni í augljósan háska. Barnið hlaut eymsli í andliti eftir að óþekkt brak hafnaði andliti hennar í kjölfar þess að eitt skotið hafnaði á hörðum fleti.

Sjá einnig: Réttarhöld hafin vegna skotárásar á fjölskyldu á aðfangadagskvöld – Skaut sex skotum í áttina að níu ára barni

Félagi Ásgeirs Þórs fékk 30 mánaða dóm fyrir að liðsinna honum við undirbúning og framkvæmd brotsins með því að ryðjast grímuklæddur með Ásgeir Þóri inn í íbúðina og með því að hafa greitt þriðja manninum 80.000 krónur fyrir að aka þeim á staðinn, ásamt því að skilja farsíma sinn eftir, taka með föt til skiptanna og aðstoða við að skipta um númeraplötur á bíl sem mennnirnir voru á, allt til að villa um fyrir lögreglu.

Þriðji maðurinn fékk eins árs skilorðsbundinn dóm fyrir að sækja mennina, aka þeim á stað þar sem skipt var um númeraplöturnar, og loks aka þeim að heimilinu þar sem skotárásin átti sér stað, gegn 80 þúsund króna greiðslu. Að skotárásinni lokinni keyrði hann þeim áleiðis eftir Krýsuvíkurvegi og að Krýsuvíkurkirkju þar sem Ásgeir Þór og félagi hans yfirgáfu bifreiðina og ökumaðurinn setti aftur rétt skráningarnúmer á bifreið sína áður en hann ók á brott.

Tilgangurinn var að hræða brotaþola

Ákærði Ásgeir Þór sagði að tilgangurinn hefði aðeins verið að hræða brotaþola, föður stúlkubarnsins, hann vildi þó ekki segja frá hvers vegna hann vildi hræða hann. Hann sagðist ekki hafa séð neinn þegar þeir hafi komið inn en heyrt rödd inni í herbergi, miðað á vegginn  þar og hleypt af skotum. Hann hafi vitað að einhver væri í herberginu en hann hafi ekki ætlað að skjóta á manneskju og þar með ekki á litla stúlku. Félagi hans sem var með honum í för hafi vitað að Ásgeir Þór hafi aðeins ætlað að hræða með byssunni og ef til vill að berja brotaþola aðeins.

Boðið að taka þátt í að hóta manni

Félagi hans sagði að honum hefði verið boðið að taka þátt í því að hóta manni og hann hafi ákveðið að gera það til að bakka upp félaga sinn ákærða Ásgeir Þór. Hann hafi ekki þekkt ökumanninn mikið og ekki vitað af hverju þeim var keyrt á vettvang. Kvaðst hann lítið muna eftir atvikinu og verið búinn að taka inn kókaín og benzo. Sagðist hann ekki hafa vitað hverjum ætti að ógna eða hóta, fyrst séð byssuna í bílnum á leiðinni á vettvang og að hann hefði ekki farið með hefði hann vitað að ætti að skjóta þar úr byssu.

Ökumaðurinn sagðist fyrst hafa hitt hina tvo ákærðu á Þorláksmessu, segist hann hafa grunað að um ofbeldi væri að ræða en ekki grunað að um vopnaða árás væri að ræða. Hann hafi hvorki séð eða heyrt talað um byssuna.

Dómari taldi að ekki yrði annað ráðið af framburðum ákærðu B og ökumannsins en að ákærði Ásgeir Þór hafi átt stærstan þátt í  því  að  skipuleggja  verknaðinn  og  haft  frumkvæðið  þegar  að framkvæmdinni kom. Var hann því talinn sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir, tilraun til manndráps gagnvart tveimur brotaþolum, föður og níu ára dóttur hans, hættubrot gagnvart tveimur öðrum brotaþolum,  húsbrot  og vopnalagabrot .

Félagi hans sem braust með honum inn í íbúðina var sýknaður af tilraun til manndráps, þar sem þegar þáttaka hans í verknaðinum er virt í heild sinni verður ekki fullyrt að hlutdeild ákærða B í broti ákærða Ásgeirs Þórs hafi staðið til þess að bana brotaþolunum C og D. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir hlutdeild í hættubroti. Ökumaðurinn var með sömu röksemdum fundinn sekur um hlutdeild í hættubroti. Með hliðsjón af ungum aldri hans og högum hans að öðru leyti þótti rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms.

Fjórir brotaþolar gerðu kröfu um miskabætur

Fjórir brotaþolar gerðu kröfu um miskabætur, feðgin C og D, móðir mannsins sem stödd var á heimilinu og fjórði heimilismaður.

Voru Ásgeir Þór og félagi hans B dæmdir til að greiða stúlkubarninu óskipt 2 milljónir króna, föður hennar 1,5 milljón króna, og hinum tveimur brotaþolunun hvoru um sig 1 milljón króna. 

Ásgeir Þór var einnig dæmdur til að greiða lögmanni sínum 4.836.000 krónur, félagi hans B skipuðum verjanda sínum 3.868.800 krónur, en 1.289.600 krónur greiðist úr ríkissjóði, og ökumaðurinn skipuðum verjanda sínum 3.224.000  krónur, en 1.074.667 krónur greiðist úr ríkissjóði.

Ásgeir Þór og félagi hans B þurfa jafnframt að greiða skipuðum réttargæslumanni brotaþolanna fjögurra samtals 3.833.400 krónur. Allir þrír greiða óskipt annan sakarkostnað, 588.228 krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla
Fréttir
Í gær

Fimm gistu í fangageymslu í nótt

Fimm gistu í fangageymslu í nótt
Fréttir
Í gær

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“