fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Hörður Ellert Ólafsson sakfelldur fyrir stórfelld kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. júní 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykvíkingur á fimmtugsaldri, Hörður Ellert Ólafsson, hefur verið sakfelldur fyrir margítrekuð kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni og dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi.

Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í morgun, sem þar með sneri við sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur gegn Herði fyrir rétt um ári síðan. Jafnframt var dómur héraðsdóms ómerktur hvað varðar einkaréttarkröfur fyrir hönd stúlkunnar þar sem krafist var miskabóta upp á fimm milljónir króna. Þeirri kröfu er vísað aftur til héraðsdóms til úrlausnar.

Í ákæru var Hörður sakaður um kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa á tímabilinu 2016 – 2019, á heimili sínu, misnotað freklega yfirburðastöðu sína gegn stúlkunnni, traust hennar og trúnað sem stjúpfaðir, og endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð hennar með því að hafa í ótilgreindan fjölda skipta með ólögmætri nauðung misnotað hana kynferðislega á margvíslegan hátt sem tilgreindur er með ítarlegum hætti í ákærunni. Eru þar mjög grófar lýsingar, en um var að ræða kynmök önnur en samfarir auk þess sem Hörður var sakaður um að sýna stúlkunn klámefni.

Brotin stóðu yfir þegar stúlkan var á aldrinum 9 til 13 ára en málið kom upp árið 2019 er yfirvöld í skóla stúlkunnar höfðu samband við foreldra hennar vegna þess að hún hafði komið með áfengi í skólann. Í kjölfar þessa atviks greindi stúlkan föður sínum frá brotum Harðar. Áður hafði hún greint þremur vinkonum sínum frá brotunum. Báru þær allar vitni fyrir dómi.

Stúlkan sagði að Hörður hefði misnotað sig að meðaltali einu sinni í viku í um meira en þriggja ára skeið, eða samtals oftar en 100 sinnum.

Framburður brotaþola og vitna mjög trúverðugur

Það á við jafnt um héraðsdóm og Landsrétt að framburður stúlkunnar hefur þótt mjög trúverðugur, staðfastur og samkvæmur. Gildir það jafnt um framburð hennar fyrir dómi sem og í viðtölum í Barnahúsi. Um þetta segir í niðurstöðu Landsréttar: „Framburður brotaþola hefur frá upphafi verið skýr, stöðugur og án mótsagna um þau  atriði sem máli skipta við úrlausn málsins. Þá hefur brotaþoli verið einlæg í frásögn  sinni,  ýkjulaus  og  sannfærandi  og  verður  ekki  séð  að  framburður  hennar  sé  í  ósamræmi  við  framburð  annarra vitna  eða  gögn  málsins.“

Landsréttur leggur einnig mikið upp úr því að framburður stúlkunnar er fullkomlega í samræmi við framburð vitna í málinu, en þar er um að ræða þrjár vinkonur hennar, en Landsréttur metur framburð þeirra mjög trúverðugan, og móður hennar, en hún tjáði sig um tiltekin atvik sem borin voru undir hennar. Sneru þau m.a. að grunsamlegum viðbrögðum Harðar og barnsins þegar móðirin kom óvænt að þeim, og sæðisklístri í bol sem Hörður hafði losað sig við eftir að hafa brotið gegn stúlkunni.

Héraðsdómur hafði byggt sýknudóm sinn á því að framburður Harðar væri staðfastur og trúverðugur, rétt eins og framburður stúlkunnar og vitna. Hins vegar væri ekki beinum sönnunargögnum til að dreifa og sekt hans því ekki hafin yfir skynsamlegan vafa.

Landsréttur leggur hins vegar áherslu á það að framburður Harðar fái ekki stoð í framburði vitna en það geri aftur á móti framburður brotaþola. Einnig vegur þungt að gögn frá Barnahúsi styðja eindregið framburð brotaþola.

Einbeittur ásetningur til að brjóta á stúlkunni

Það var virt Herði til refsilækkunar að hann hefur ekki gerst brotlegur við lög áður. Einnig var langur málsmeðferðartími virtur til refsilækkunar. Hins vegar segir í dómsniðurstöðu Landsréttar:

„Við ákvörðun refsingar ákærða verður á hinn  bóginn  jafnframt  litið  til  þess  að  hann  nýtti  sér  yfirburðarstöðu  sína  gagnvart brotaþola, sem var á barnsaldri, og misnotaði sem stjúpfaðir traust hennar og trúnað  um þriggja ára skeið. Þessi háttsemi ákærða ber vott um styrkan og einbeittan ásetning  hans til að brjóta gegn stjúpdóttur sinni. Svo sem áður er vikið að bera gögn málsins með  sér  að  brot  ákærða  hafi  haft  alvarlegar  afleiðingar  fyrir  heilsu  brotaþola.“

Hörður Ellert Ólafsson er fæddur árið 1979. Hann hefur meðal annars komið að kvikmyndagerð og rekstri veitingahúsa. Hefur hann stundum komið fram í fjölmiðlum í tengslum við starfsemi sína.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla
Fréttir
Í gær

Fimm gistu í fangageymslu í nótt

Fimm gistu í fangageymslu í nótt
Fréttir
Í gær

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“