fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Autt bílaleiguhús á Keflavíkurflugvelli vekur undrun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. júní 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur auð, steingrá bygging, sem staðsett er skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, vakið undrun. Utan á byggingunni auglýsa sjö bílaleigur starfsemi sína en dyrnar eru læstar og enginn svarar ef hringt er í símanúmer bílaleiganna.

Rútubílstjóri sem ræddi við DV segist hafa farið með erlenda farþega að byggingunni, sem höfðu pantað bíla á leigu en gripið í tómt. Samkvæmt öðrum heimildum DV hafa þó langflestir sem áttu pantaða bíla hjá umræddum leigum fengið götu sína greidda.

Þessar sjö bílaleigur, hverra merki má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni, voru allar undir hatti Bílaleigu Reykjavíkur sem tekin var til gjaldþrotaskipta þann 23. maí síðastliðinn. Þær upplýsingar fengust hjá fyrrverandi forsvarsaðila Bílaleigu Reykjavíkur að umrædd fyrirtæki muni öll starfa undir merkjum leigunnar Blue Car Rental. Þeir sem hafi átt pantaða bílaleigubíla hjá einhverjum af þessum leigum fá því úrlausn sinna mála hjá Blue Car Rental. Leigurnar verða hins vegar ekki reknar í umræddu húsi  og óvíst er hvað það mun hýsa í framtíðinni.

Er DV reyndi að leita upplýsinga hjá Blue Car Rental um málið og hafði samband við einn eiganda félagsins, neitaði viðkomandi aðili að tjá sig um málið og vísaði á aðra eigendur sem DV hefur ekki náð í.

Merki bílaleiganna sjö sjást inni í flugstöðinni og af þeim sökum ákvað DV að leita álits hjá Isavia um málið. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi segir að Isavia sé rétt í þessu að fá upplýsingar um gjaldþrot Bílaleigu Reykjavíkur. Hann segir að merki leiganna séu birt í flugstöðinni í gegnum Kynnisferðir:

„Það eru engar auglýsingar frá þessum tilteknum fyrirtækjum í flugstöðinni en hins vegar eru lógóin þeirra gefin upp í tengslum við rekstur á tilteknum skutlrútum sem Kynnisferðir reka. Þessar skutlur keyra frá flugstöðvarbyggingunni að þeim bílaleigufyrirtækjum sem farþegarnir versla við. Þannig að merkingarnar í flugstöðinni eru í tengslum við upplýsingar um þessar skutlur sem Kynnisferðir reka. Það eina sem við getum sagt frekar um þetta er að við höfum fengið þessar upplýsingar, það er verið að fara yfir þetta og þessi skilti verða uppfærð eins og þörf krefur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla
Fréttir
Í gær

Fimm gistu í fangageymslu í nótt

Fimm gistu í fangageymslu í nótt
Fréttir
Í gær

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“