fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. júní 2024 13:00

Mynd úr safni. Brotið átti sér stað í sundlaug á Vestfjörðum, en ekki kemur fram hvaða laug. Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður fæddur 1940 fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir að áreita konu kynferðislega í sundlaug á Vestfjörðum. Manninum var jafnframt gert að greiða konunni þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur og að greiða tæpar 2,5 milljónir til viðbótar í máls- og sakarkostnað. 

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða þann 10. júní síðastliðinn.

Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni, með því að hafa ónefndan dag árið 2022, í heitum potti í sundlaug á Vestfjörðum, sem er ekki nánar tilgreind, strokið bert hold við rass konunnar og strokið mjöðm, rass og brjóstsvæði hennar utan klæða.

Í dómnum kemur fram að brotaþoli er starfsmaður sundlaugarinnar, en var ekki við vinnu þegar brotið átti sér stað, gerandi er fastagestur sundlaugarinnar. Tvær aðrar konur voru í pottinum og báru vitni um atvikið, auk þess sem öryggismyndavél er á staðnum. 

Málkunnug manninum enda fastagestur

Brotaþoli sagðist málkunnug manninum og hafa átt reglulega orðaskipti við hann enda væri hann fastagestur í sundlauginni. Hann hefði áður sýnt henni áhuga nokkru fyrir atvikið sem maðurinn var ákærður fyrir. Ákærði hafi eitt sinn rétt henni hendina, hún tekið í hana og hann hafi þá nuddað á henni lófann og spurt hvort „hún myndi hleypa honum inn ef hann kæmi heim til hennar um kvöld“. Hún hafi svarað því að hún myndi henda honum út. Degi síðar bað hann konuna afsökunar á framkomu sinni.

Brotaþoli segir ákærða hafa sest við hliðina á sér í pottinum og hann hafi byrjað að nudda fæti sínum upp við fót hennar. Henni hafi fundist þetta óþægilegt og hafi staðið upp. Þau hafi haldið áfram að spjalla og maðurinn hafi spurt hana hvort hún vildi koma með honum í kalda karið, sem hún neitaði. Hann  hafi síðan staðið upp til að fara, en síðan snúið sér við og sýnt þá háttsemi af sér sem hann var ákærður og dæmdur fyrir. 

Fraus og fann fyrir vanlíðan

Aðspurð um hvort hún hafi gefið ákærða til kynna að hún vildi ekki að hann snerti sig segist brotaþoli hafa staðið upp og einnig gefið ákærða olnbogaskot. Segist hún einfaldlega hafa frosið og ekki sagt neitt. Henni hafi ekki liðið vel og segir hún háttsemi ákærða hafa opnað gömul sár, verið óþægilegt, kvíðavaldandi og hún hafi fundið fyrir vanlíðan. Hún kvaðst hafa verið að leita sér sálfræðimeðferðar reglulega um langan tíma en hún hafi ef til vill ekki verið nægilega dugleg að sækja tíma hjá sálfræðingi eftir þennan atburð. Hún kvað að sér liði ágætlega nú og væri að vinna í þessu.

Ákærði neitaði sök og að hann hefði nokkru sinni sýnt brotaþola óviðeigandi framkomu. Kannaðist ákærði við að forstöðukona sundlaugarinnar hafi boðað hann á sinn fund og að hún hafi borið upp á hann að hafa sýnt brotaþola kynferðislega áreitni. Hann hafnaði því að hafa viðurkennt einhverja ámælisverða háttsemi í samtali við hana og kannaðist ekki við að forstöðukonan hefði  sýnt  honum  myndskeið  úr  öryggismyndavélakerfi. Ákærði hafnaði því  að  nokkuð  óeðlilegt  hafi  gerst  í pottinum milli hans og brotaþola, en hefur ekki lýst atvikinu umfram það að segja að þetta hafi verið „venjuleg pottferð“.

Upptaka úr öryggismyndavél glataðist

Forstöðukonan vistaði kyrrmyndir úr upptöku öryggismyndavélar og sendi til lögreglu, en upptakan sjálf glataðist þar sem vélin geymdi upptökur einungis í þrjá daga. Sagðist hún hafa  horft  nokkrum  sinnum  á  myndskeiðið  og  einnig  kveðst  hún  hafa  sýnt sveitarstjóra  myndbandið.  Þetta  kvaðst  hún  hafa  gert  til  að  ákveða  hvort  henni,  sem forstöðumanni sundlaugarinnar bæri að bregðast við atvikinu. Kvað hún að eftir samráð við sveitarstjóra hafi verið ákveðið að bregðast ekki við.

Dómari taldi að sú kynferðislega  áreitni sem ákærði hefur gerst sekur um væri alvarlegt brot sem beinist gegn mikilvægum hagsmunum. Á  hinn  bóginn  þótti dómara rétt  að  hafa  í  huga  að  ákærði  er  aldraður  maður,  án sakarferils, og jafnframt að málið var nokkuð lengi til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi og fyrir dómi. Þótti því rétt að fresta ákvörðun refsingar  og  fellur hún  niður  eftir  tvö  ár  haldi  ákærði  almennt  skilorð  57.  gr.  almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Konan gerði kröfu um 2 milljónir króna í miskabætur, en dómari taldi þær hæfilega ákveðnar 300.000 krónur. Ákærða ber að greiða allan sakarkostnað málsins sem samtals nemur 2.440.892 krónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla
Fréttir
Í gær

Fimm gistu í fangageymslu í nótt

Fimm gistu í fangageymslu í nótt
Fréttir
Í gær

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“