fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. júní 2024 15:57

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum í DV hefur hópur sem bendlaður er við fíkniefnasmygl, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi starfað í um fimm ár. Hópurinn hefur framið fleiri brot en þau sem tengjast smygli á um sex kílóum af kókaíni og amfetamíni sem greint var frá í tilkynningu lögreglu í gær.

Sjá einnig: Venjulegt fjölskyldufólk á kafi í skipulagðri brotastarfsemi – Sex kíló af kókaíni og amfetamíni aðeins toppurinn á ísjakanum

Samkvæmt heimildum DV hófust afskipti lögreglu af hópnum í september í fyrra. Þá hafi boltinn byrjað að rúlla og umfangsmikil vöktun lögreglu með fólki úr hópnum hafist, meðal annars símahleranir.

Elín Agnes Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við DV að ekki séu fleiri mál tengd hópnum til rannsóknar en það sem greint hafi verið frá í tilkynningu lögreglu í gær. Þar kom fram að fólkið hafi staðið að innflutningi á sex kílóum af kókaíni og amfetamíni með skemmtiferðaskipi til landsins. Voru efnin falin í eldhúspottum.

Aðspurð hvort afskipti lögreglu af fólkinu hafi byrjað í september segir Elín: „Þetta er rannsókn sem hefur tekið töluverðan tíma, ég held að það sé best að svara því þannig.“

DV greindi frá því í gær að umfangsmikill fundur lögreglu á skotvopnum í aðgerðinni gegnum hópnum hafi komið flestum meðlimum í opna skjöldu. Elín var spurð hvort vopnin tengist fáum eða mörgum meðlimum og var hún ekki tilbúin að tjá sig um það: „Það er eitthvað sem við erum ekki að fara út í að svo stöddu, það er á bara eftir að koma betur í ljós. Núna er málið farið til héraðssaksóknara.“

Talið er að héraðssaksóknari gefi út ákæru í næstu viku en Elín staðfestir að gæsluvarðhald yfir einhverjum sakborningum nálgist 12 vikna hámark, sem er lögleg lengd gæsluvarðhalds án birtingar ákæru.

DV hefur einnig heimildir fyrir því að sumir sakborninganna, en þeir eru alls 18, hafi verið mjög samvinnuþýðir í yfirheyrslum og veitt upplýsingar greiðlega. Elín segir: „Ég vil ekki fara efnislega út í neitt svona, þá fer fólk að spyrja sig í hvern og hvað sé verið að vísa. Við skulum ekki fara út í neinn dilkadrátt með þetta. Mér finnst það ekki sanngjarnt.“

Heilt yfir segir Elín að rannsókn málsins hafi gengið vel. „Rannsóknin hefur gengið vel, verið umfangsmikil og tímafrek, eins og gefur að skilja, og staðið yfir í talsverðan tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Í gær

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla
Fréttir
Í gær

Guðmundur Emil selur boli til að greiða málskostnað sem hann var ekki dæmdur til

Guðmundur Emil selur boli til að greiða málskostnað sem hann var ekki dæmdur til
Fréttir
Í gær

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“