fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Sló unnustu sína með hundaól og kallaði hana ljóta og feita fyrir framan foreldra sína

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. júní 2024 19:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var þann 26. júní sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi gagnvart unnustu sinni á tímabilinu október 2023 til mars 2024.

Alls voru tilgreindir fjórir ákæruliðir sem þetta varða. Í fyrsta lagi var maðurinn sakaður um að hafa í október 2023 veist að konunni með ofbeldi og áreitt hana fyrir utan veitingastað, með því að grípa í hana, skella höfði hennar í vegg, slá hana ítrekað í höfuðið  og saka hana um að hafa verið honum ótrú. Við atlöguna hlaut konan yfirborðskennda áverka á höfði.

Í öðru lagi er maðurinn sakaður um að hafa brotið gegn konunni í nóvember í fyrra, veist að henni með ofbeldi og svívirt hana og smánað þar sem þau voru stödd á heimili móður ákærða. Sló hann hana hnefahöggi í maga, hellti vínblöndu yfir hana og kallaði hana ljótum nöfnum, t.d. að hún væri feit og ljót. Einnig sakaði hann hana um lauslæti og framhjáhald.

Í þriðja lagi er maðurinn sakaður um brot þann 21. desember 2023. Veittist hann þá að konunni með ofbeldi fyrir utan Bónus í Holtagörðum, sló hana með hundaól í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut opið sár á vinstri augabrún.

Í fjórða lagi veittist maðurinn að konunni með ofbeldi laugardaginn 19. mars 2024, hótaði henni lífláti og svívirti hana og smánaði þar sem þau voru stödd á heimili föður ákærða. Kallaði hann hana ljótum nöfnum, sagði hana ljóta og feita og að hvorki hún né börnin hennar verðskulduðu að fá að lifa. Setti hann hníf að hálsi hennar og hótaði að stinga hana, sló hana í kynfærin, kastaði henni í gólfið og tók hana þar hálstaki og herti að þannig að hún gat ekki andað, reif í hár hennar og sló hana ítrekað í hnakkann.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot. Hann játaði öll brot sín skýlaust fyrir dómi.

Var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi og til að greiða rúmlega 2,2 milljónir króna í sakarkostnað. Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Í gær

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla
Fréttir
Í gær

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“